Formannafundur BSSL

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að halda formannafund búnaðar- og búgreinafélaga föstudaginn 30. apríl á Hótel Hvolsvelli og hefst hann kl 11:00.
Ástæðan er eldgosið í Eyjafjallajökli og ástandið á því svæði þar sem öskufall eða flóð hafa valdið tjóni. Tilgangur með fundinum og fundarefni er að fara yfir stöðu mála, upplýsa hvað Búnaðarsambandið hefur verið að fást við og velta því fyrir sér með hvaða hætti er hægt að veita bændum á þessu svæði mesta aðstoð.
Þeir formenn sem ekki komast á fundinn eða hafa ekki tök á að senda fulltrúa láti vita í síðasta lagi fimmtudaginn 29. apríl í síma 480-1800.
Árni Snæbjörnsson framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs og Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu mæta á fundinn.


back to top