Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands sá 109. var haldinn 11. apríl að Félagslundi Flóahreppi. Fundurinn heppnaðist vel enda góð aðstaða til fundahalda og veitingar kvenfélagsins með því besta sem gerist. Alls mættu 40 fulltrúar af þeim 47 fulltrúum sem seturétt hafa. Fyrir utan hefðbundinn aðalfundarstörf flutti Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ ávarp og Sigurður Loftsson formaður Nautís sagði  Continue Reading »

Námskeið í jarðaræktarforritinu jord.is

Á næstu vikum verða námskeið í jarðræktarforritinu jord.is, fyrir bændur en er þó opið öllum.  Námskeiðin eru haldin af endurmenntunardeild LbhÍ í samstarfi við RML.  Námskeiðin verða haldin á Kirkjubæjarklaustri 10. apríl, í Gunnarsholti 11. apríl og á Stóra-Ármóti 19. apríl, námskeiðin standa yfir frá 13-17 og kosta 13.900 kr.  Kennari á námskeiðinu er Snorri  Continue Reading »

Nýtt fjölrit LbhÍ

Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er nýbúið að gefa út fjölrit LbhÍ nr. 77: Áhrif fóðrunar á efnainnihald mjólkur með sérstaka áherslu á fitu, höfundar þess eru Hrafnhildur Baldursdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson. Á heimasíðu LBHÍ má nálgast fjölritið í heild en styttri greinargerð um verkefnið er einnig birt í nýútkomnu Bændablaði (23. mars 2017, bls. 52-53). Verkefnið  Continue Reading »

Fræsing á fjósgólfum

Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri verður á ferðinn á Suðurlandi á næstu vikum við að fræsa fjósgólf hjá bændum. Þeir kúabændur sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu Guðmundar hafi samband við hann í síma 860-7305. Verðið er 2000 kr á m2 +VSK og 20.000 kr í komugjald + VSK.  

Búnaðarþingskosningar

Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands þann 11. apríl n.k. verður kosið til Búnaðarþings til næstu tveggja ára. Búnaðarsambandið sendir 7 fulltrúa, sem í dag eru: Ólafur Þ. Gunnarsson, Giljum, Ragnar Lárusson, Stóra-Dal, Páll Eggertsson, Kirkjulæk, Erlendur Ingvarsson, Skarði, Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi, Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð og Hrafnhildur Baldursdóttir, Litla-Ármóti.

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands og kosningar til Búnaðarþings

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn þriðjudaginn 11. apríl að Félagslundi Flóa og hefst kl 11:00 Dagskrá; 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosningar 3. Kosið til Búnaðarþings til næstu tveggja ára 4. Önnur mál Til Búnaðarþings er kosið um 7 fulltrúa af Suðurlandi.

Breytingar á starfsliði Bændabókhalds

Um síðustu áramót lét Sigurlaug Jónsdóttir fyrrum bóndi Hraunkoti í Landbroti af störfum við bændabókhald en hún hefur starfað við það frá árinu 1998. Þá lét Skafti Bjarnason af störfum við Bændabókhaldið 1. mars sl. En hann hefur starfað við bændabókhaldið frá árinu 2006. Síðustu árin hefur Skafti verið í hlutastarfi þar sem hann hefur  Continue Reading »

Opið fjós á Hurðarbaki í Flóa

Ábúendur á Hurðarbaki í Flóahrepp standa fyrir opnu fjósi föstudaginn 17. febrúar milli kl. 15 og 17. Til sýnis verður ný 670 fm viðbygging fyrir 68 mjólkurkýr með LELY mjaltaþjóni. Húsið verður tekið í notkun á næstu dögum. Allt áhugafólk um landbúnaðarbyggingar velkomið. Kaffi og léttar veitingar.

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2017 verður haldinn að Gunnarsholti (Frægarði) mánudaginn 13. febrúar n.k. fundurinn hefst kl. 12.00.  Dagskrá fundarins má sjá hér fyrir neðan, en auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hjá Bí vera með erindi, Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri LK mun fara yfir stöðu verkefna hjá LK, Búnaðarsamband Suðurlands mun veita viðurkenningar fyrir afurðahæsta  Continue Reading »

Metþátttaka í sauðfjársæðingum haustið 2016

Alls voru sæddar 15570 ær með fersku sæði frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands haustið 2016 og er mesta notkun frá upphafi. Veður og færð var okkur hagstætt en þó brugðust flugsamgöngur tvívegis. Nýting á útsendu sæði var tæp 68% sem er aðeins meira en í fyrra en þó varla viðunandi. Mikil aukning í sæðingum var hjá Skagfirðingum,  Continue Reading »

Fræðslufundur FKS

Fimmtudaginn 12. janúar mun Félag kúabænda á Suðurlandi halda fræðslufund. Fundurinn verður í sal MS Selfossi og hefst kl 14.00. Aðalefni fundarins verður um erfðamengisúrval (genomic selection). Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mun segja frá verkefni þessu tengdu sem er að byrja, möguleikum á flýtingu erfðaframfara og svara spurningum. Fundurinn er í framhaldi af fundi  Continue Reading »

Bændafundir BÍ

Bændasamtök Íslands halda bændafundi víða um land í upphafi næstu viku, dagana 9. – 11. janúar. Fundarefnið er tvíþætt, annars vegar upptaka félagsgjalda hjá BÍ og hins vegar nýjar reglugerðir sem tengjast nýgerðum búvörusamningum. Farið verður yfir áhrif nýrra búvörusamninga á rekstur bænda. Bændur eru hvattir til að mæta á fundina og ræða sín hagsmunamál  Continue Reading »

Æskuminningar Hjalta Gestssonar frá Hæli

Hjalta Gestsson ráðunaut og fyrrum framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands þarf ekki að kynna fyrir bændum.  Nú fyrir jólin kom út bók um æskuminningar hans, sem ber heitið Þættir, Hjalti Gestsson frá Hæli.  Bókin er gefin út í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Hjalta og eru það börnin hans sem gefa bókina út.  Continue Reading »

Páll Þórarinsson í 20 ár hjá Sauðfjársæðingastöðinni

Páll Þórarinsson lauk sinni 20. sæðistökuvertíð í gær. Ef við miðum við að ná 15 þúsund sæddum ám núna í ár þá er hann búinn að taka ferskt sæði í 258 þúsund sæddar ær.  Auk þess djúpfryst sæði  í sama árafjölda. Í tilefni af tímamótunum var Páli færð hrútaskráin innbundin frá upphafi útgáfunnar sem var  Continue Reading »

Að lokinni sæðistökuvertíð

Sæðistökuvertíð þetta árið lauk í dag 21. desember. Þetta var 49. sæðistökuvertíð Sauðfjársæðingastöðvarinnar sem hóf starfsemi sína árið 1968.  Fleiri strá voru send út þetta árið en í fyrra eða alls 4.602 strá, sem er 117 stráum fleira en í fyrra.  Mest var tekið úr Börk frá Efri-Fitjum, Fitjárdal eða 2.300 skammtar, þá var Kornelíus  Continue Reading »

Metútsending á sauðfjársæði

Í dag föstudaginn 9. des var metútsending hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands. Alls voru send út 426 sæðisstrá eða sæði í 2130 ær. Sæðið fór á Suðurland í Húnavatnssýslurnar, Strandirnar, norðausturland og Austur Skaftafellssýslu. Hrúturinn Börkur frá Efri Fitjum gaf sæði í 255 ær sem er nærri útsendingarmeti Grábotna frá Vogum en það var sæði í 270  Continue Reading »

Hrútaskráin á netinu

Hrútaskráin 2016-2017 er nú aðgengileg á heimasíðunni en þeir sem vilja fá hana útprentaða geta nálgast hana á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands. Nú fer líka að líða að sauðfjársæðingavertíðinni sem hefst á jólaföstunni, en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 21. desember eða samfleytt í þrjár vikur. Slóð á Hrútaskrá  Continue Reading »

Að loknum haustfundum sauðfjárrækarinnar

Haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er nú lokið og tókust fundirnir mjög vel.  Alls mætu um 180 manns á fundina sem voru á fjórum stöðum.  Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru.  Á fundunum fór Sveinn Sigurmundsson yfir fyrirkomulag sauðfjársæðinga og  Continue Reading »

Haustfundir BSSL 2016 í sauðfjárrækt

Hrútafundir eða haustfundir í sauðfjárrækt fara að bresta á og þá er líka útgáfudagur Hrútaskrár 2016, en í henni eru lýsingar á hrútunum skrifaðar af sauðfjárráðunautum RML, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson.  Fundirnir verða haldnir sem hér segir, mánudaginn 21. nóvember kl. 13.00 á Hótel Kirkjubæjarklaustri og um kvöldið kl. 20.00 á  Continue Reading »

Heimsókn á Stóra-Ármót

Nú í vikunni kom Þóroddur Sveinsson kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands með nemendur frá skólanum í heimsókn á Stóra-Ármót.  Þetta voru 15 nemendur sem hófu nám í Búvísindum í haust, áfanginn sem Þóroddur kennir heitir Inngangur að búvísindum og í þeim áfanga eru vettvangsferðir hluti að náminu.  Hrafnhildur Baldursdóttir fræddi nemendur um tilraunastarfið og gengu svo  Continue Reading »

back to top