Fjárfesta í kúm en ekki hlutabréfum

Franskir sparifjáreigendur íhuga nú að hætta að leggja peninga sína inn á banka og kaupa frekar kýr. Fjárfestingin er talin örugg ólíkt hlutabréfamarkaðnum og gefa góða vexti. Vinsælasti sparireikningurinn í Frakklandi býður rétt rúmlega eins prósents vexti en með því að fjárfesta í kúm má búast við allt að sjö prósenta vöxtum á ári. Hver kýr kostar 1200 evrur en svo stækkar hjörðin ár frá ári.
Kýrnar eru svo leigðar til bænda til mjólkurframleiðslu eða nýir kálfar seldir. Verslun með kýr er ekki ný af nálinni; hana má rekja aftur til 12. aldar. Vegna efnahagskreppunnar hefur hún öðlast vinsældir á ný í Frakklandi.


back to top