Félgagsráðsfundur FKS 29. apríl 2013

Fundur  haldinn í félagsráði Félags  kúabænda á Suðurlandi þriðjudaginn 29.apríl 2013 í Björkinni á Hvolsvelli.

 

1. Fundarsetning
Valdimar Guðjónsson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Fór yfir helstu verkefni fundarins. Ræddi síðan helstu verkefni félagsins á liðnum vikum. Meðal annars þátttaka fulltrúa félagsins á aðalfundi LK á Egilsstöðum 22. og 23.mars. Þar voru m.a. kynntar niðurstöður skoðanakönnunar um ýmsi mál nautgriparæktarinnar. Einnig rædd ítarlega sæðingarstarfsemin í nautgriparækt og samþykkt tillaga um það mál sem finna má á heimasíðu LK.
Þá sóttu fulltrúar félagsins aðalfund Bssl  sem haldinn var 17.apríl sl. Þar voru samþykktar lagabreytingar með hliðsjón af breyttu hlutverki þess. Einnig var samþykkt að stækka sæðingarsvæði Kynbótastöðvar Suðurlands þar sem A-Skaftellingar koma inn í það starf. 
Þá ræddi Valdimar þátttöku félagsins í Sunnlenskum sveitardegi sem haldinn verður á Selfossi 4.maí nk.
Kjartan í Fagurhlíð ræddi niðurstöðu skoðanakönnunar LK og hvort hún yrði nýtt til frekari verka t.d. gagnvart nýjum búvörusamningi. Einnig hvort hún væri komin í heild á vefinn. 
Nokkur umræða varð um könnunina og niðurstöður hennar, nauðsynlegt væri að rýna hana betur og velta fyrir sér mögulegum ályktunum út frá niðurstöðunum.
 
2. Heimasíða Bssl. – Helga Sigurðardóttir starfsmaður Bssl.
Helga ræddi breytingar á heimasíðu Bssl sem eru á döfinni. Bæði með tilliti til framsetningar og efnisvals. Hvatti fundarmenn að láta í ljós skoðun sína um hvernig síðan ætti að líta út í kjölfar breytinga. Lögð verður áhersla á að þjónusta bændur eins og kostur er með tilliti til þeirra upplýsinga sem bændur óska eftir á hverjum tíma. 
 
3. Staðan á nautakjötsmarkaðnum. – Þorgils Torfi Jónsson
Torfi ræddi stöðuna á markaðnum sem væri sveiflukenndur. Líklegt að minna framboð verði af gripum til slátrunar næsta haust vegna aukinnar slátrunar síðastliðið haust og vetur. Fram kom  hjá Torfa að á hverju ári er slátrað nokkrum hundruðum af ungkálfum á Hellu, meirihluti þeirra eru nautkálfar.
 
Framundan er vöntun en á sama tíma er neyslan að aukast á nautakjöti. Verð hefur hækkað til framleiðenda, sérstaklega árin 2010 og 2011 og þá umfram verðlagshækkanir á þeim tíma. Framboð eftir mánuðum er tiltölulega jafnt sem og neyslan. Helst að það vanti í júlí og ágúst en yfirleitt er ekki mikil sveifla í framboði. Mikil breyting hefur orðið í kjötgæðum, þ.e. þau hafa aukist mjög mikið síðasta áratuginn. Varðandi EUROP-matið þá gæti það verið mjög til bóta með tilliti til hvatningar til aukinna gæða.
Torfi ræddi loks áhrif stress og mælingu á sýrustigi.  Þetta er þekkt líka í slátrun á lömbum, þ.e. kæliherping, fer of hratt í gegnum kjötsalinn og í frystingu. Nauðsynlegt er  að koma fræðslu um möguleg stressáhrif til bænda og eins hitt að gefa aukinn tíma í kælingu áður en farið er að vinna kjötið.  Dregið hefur þó úr þessum þáttum síðustu ár í kjölfar betri fóðrunar og  aðbúnaðar.
 
Í umræðum um erindi Torfa koma fram sú hugmynd að hafa á hverjum tíma upplýsingar á heimasíðu Bssl um kálfa til sölu, „kálfatorg“ á sama hátt og „kúatorgið“  sem hefur verið þar í gangi undanfarin ár. 
 
4. Fréttir frá aðalfundi Fagráðs í nautgriparækt – Guðbjörg Jónsdóttir formaður Bssl
Sagði frá fyrsta fundi nýs fagráðs í nautgriparækt. Þar kom fram m.a. umsókn frá RML um sérstakt átaksverkefni um eldi nautgripa. Á ársfundi fagráðs voru tvö fagleg erindi, annað um nýja löggjöf um velferð búfjár og hins vegar um sumarbeit mjólkurkúa.
 
5. Önnur mál
a. Valdimar ræddi mætingu á laugardag vegna Sunnlenska sveitardagsins. Nokkrir gáfu kost á sér til  starfa.
b. Sigríður á Fossi velti fyrir sér frjósemisvandamálum í nautgripum sem virðast vera að aukast. Spurning um möguleg úrræði  í þessum efnum með tilliti ráðgjafar.
c. Guðbjörg á Læk ræddi ástandið sem er víða á Norðurlandi í veðurfari og hvernig sunnlenskir bændur gætu komið þeim til aðstoðar.
d. Guðbjörg á Læk nefndi verkefni sem Snorri Sigurðsson kynnti á aðalfundi LK um góða búskaparhætti sem Arla fyrirtækið hefur innleitt. Spurning hvernig við tökum á móti því.
e. Valdimar í Gaulverjabæ ræddi merki nautgripa og gæði þeirra. Erfitt að lesa á merkin. Fundarmenn sammála því að þetta þyrfti að laga.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 00.10
Runólfur Sigursveinsson
ritaði fundargerð

 


back to top