Félagsráðsfundur FKS 5. mars 2015

Fundur haldinn í félagsráði Félags kúabænda á Suðurlandi fimmtudaginn 5. mars 2015 í fundarsal MS á Selfossi.
Valdimar Guðjónsson formaður setti fund klukkan 11.10 Býður nýja velkomna. Ánægður með aðalfund,mjög góð mæting og húsnæði sprungið á Hellu. Taldi þurfa að fá rýmri sal.
Kosningar
2 kosnir í stjórn. Samúel býður sig fram í ritara áfram, klappað fyrir því. Þá þarf að kjósa gjaldkera.
Niðurstöður kosningar í gjaldkera:
Borghildur, Skarði: 7 atkvæði
Arnfríður, Herjólfsstöðum: 4 atkvæði
Karel, Seli: 3 atkvæði
Jórunn, Drumboddsstöðum: 3 atkvæði
Elín Heiða, Úthlíð: 1 atkvæði
Aðalfundur BSSL verður 16. apríl í Smáratúni í Fljótshlíð. Kosning fulltrúa á aðalfund BSSL:
Aðalfulltrúar:
Valdimar, Gaulverjabæ: 15 atkvæði
Bogga, Skarði: 13 atkvæði
Samúel, Bryðjuholti: 12 atkvæði
Elín Heiða, Úthlíð: 7 atkvæði
Pétur, Hvammi: 6 atkvæði
Varafulltrúar:
Jórunn, Drumboddsstöðum: 5 atkvæði (1) skv.
Bóel, Móeiðarhvoli: 5 atkvæði (2)
Elín B., Egilsstaðakoti: 4 atkvæði (3)
Karel, Seli: 3 atkvæði (4)
Sævar, Stíflu: 3 atkvæði (5)

Aðrir fengu færri atkvæði

Tillögugerð fyrir aðalfund LK 2015.
Tillaga Jökuls á Ósabakka. Vísað til Félagsráðs á aðalfund (2015) Búið að draga hana saman í færri orð. Fjallaði um þau áform að umsýsla beingreiðslna og gæðastýringargreiðslna sé flutt frá Bændasamtökum Íslands.
Ragnar: Búið að taka þetta fyrir á Búnaðarþingi. Eins var á Búnaðarþingi rætt um rekstur nautastöðvarinnar, nú á að stofna félag sem er 50/50 í eigu BÍ og LK um rekstur á nautastöðinni. Hins vegar var annað fyrirtæki stofnað fyrir áramót, spurning af hverju það var stofnað í flýti.
Tillaga frá Guðna: Félagsráð FKS vill ítreka nauðsyn þess að flytja inn nýtt erfðaefni til að bæta holdanautastofninn. Staðan er að einungis eru nothæf 2 Angus-naut og 2 Limousine-naut og ekkert nýtt erfðaefni hefur verið flutt inn frá árinu 1995.
Eins og allir sjá er óframkvæmanlegt að rækta holdakúakyn með fjórum ræktunargripum. Ef til stendur að halda áfram holdakúarækt á Íslandi verður að grípa til skjótra aðgerð. Staða án kjötmarkaði er einnig þannig að við núverandi aðstæður getum við engan veginn annað eftirspurn. Það er óþolandi að í dag sé gerð krafa af hendi verslunarinnar að fá að aflétta tollkvótum á nautakjöti til að geta flutt meira nautakjöt inn á lægra verði. En okkur framleiðendum er gert ókleift að auka framleiðsluna og hagræða með betra holdakúakyni.
Við höfum mikið að sækja í hagræðingu á framleiðslu á nautakjöti með innspýtingu á erfðaefni. Staðan í dag er sú að alla tð 1/3 af nautakjöti er nú þegar innfluttur, meðal annars af Angus og Limousine frá nágrannalöndum okkar. Því að slá vopnin úr höndum okkar þegar við getum framleitt og hagrætt ef við fáum tækifæri til þess?
Valdimar: Upprunamerkinar, neytendur vilja velja íslenskt eða vita af íslensku vörunum.
Samin tillaga því tengd, en málið hefur margsinnis verið lögð fram á aðalfundi.
Tillaga frá Bóel og Boggu: Aðalfundur LK haldinn í RKV dagana 12.-13. mars 2015 beinir því til Fagráðs í nautgriparækt að setja meiri metnað í ræktunarstarfi með róttækum breytingum svo sem:
-Nýtan mælanlegar upplýsingar um mjólkurflæði til ræktunar á mjólkurhraða og einkunnargjafar á mjöltum og hafa þessar upplýsingar aðgengilegar fyrir ræktendur.
-Skapgerðareinkunnir verður að breyta ekki seinna en strax, búa til staðlað kerfi þar sem ákveðin atriði koma fram um tamningu kúa, svo skapgerðareinkunn geti ekki verið eins breytileg milli búa eins og raunin er í dag.
-Lýsing á ungnautum þarf að vera skiljanleg bændum, meira um mælanlegar upplýsingar sem dæmi mæla fótlegginn eða hæða gripa í sentimetrum, eða jafnvel bæði.
-Eins að framkvæmdastjórn LK kanni kostnað við það að kyngreina sæði og birta verð á tækjabúnaði og eins verð á sæðisskammtinum.
Greinargerð:
Íslenskir bændur eru farnir að gera meiri kröfur til sinna gripa og knýja á um meiri kynbætur. Það er ekki bjóðandi lengur að upplýsingar um ungnautin sé þannig að óskiljanlegur orðaleikur sé uppistaðan í lýsingunni. Einnig verður að nýta allar þær mælanlegar upplýsingar sem mögulegt er til kynbóta.
Tillaga frá Pétri: Fjallaði um að taka upp viðræður við Landbúnaðarháskóla Íslands um endurskoðun búfræðinámsins. All langt er síðan búfræðinámið var endurskoðað og nauðsynlegt er að búgreinin komi að slíkri vinnu. Æskilegt er að bætt verði við kennslu í rekstrargreinum, tækni (bæði tölvu- og véltækni)
Önnur tillaga frá Pétri Fjallaði um að skora á Landbúnaðarráðherra/samninganefnd bænda vegna nýs búvörusamnings að auka fjárman til rannsókna og nýsköpunar í nautgriparækt. Fjármagn renni í þróunarsjóð nautgriparæktar svo að greinin hafi möguleika til að hafa áhrif á verkefnaval í rannsóknum.

Fréttir af Búnaðarþingi
Jóhann í St-Hildisey fór yfir Búnaðarþing sem lauk daginn áður. Mikinn tíma tók að vinna úr breytingum á félagskerfinu. Nú sé staðan sú að helmingur tekna BÍ kemur úr nautgriparækt. Þegar/ef innheimtu búnaðargjalds verður hætt þarf að innheimta veltuskatt, þó með þeim hætti að hver og einn velur hvort hann greiðir eða ekki til síns félags. Það er svo hvers og eins að ákveða hvort þeir vilja vera aðilar að BÍ. Með þessu er ljóst að það verður erfitt að fjármagna BÍ í framtíðinni, en það fer mikið eftir því hvort nautgriparæktin sér sér hag í að vera hluti af BÍ eða ekki. Þá verði stjórn BÍ kosin til 2ja ára, Búnaðarþing haldið annað hvert ár en hitt árið verði bara ársfundur. Búvörusamningar: lögð áhersla á að gera einn heildarsamning um landbúnaðinn. Ráðherra lýsti því yfir að tollar eigi að vera hluti af starfsumhverfi. Svo kæmi sérsamningur fyrir hverja grein fyrir sig. Af hverju er verið að flytja inn dýraafurðir sem eru framleiddar við lakari aðbúnað en gerð er krafa um hér heima. Mikilvægt að hafa tollverndina inni. Hugmyndir um öðruvísi stuðningsgreiðslur, meira vægi á land. Verður að nýtast sem best til að lækka vöruverð. Tryggt sé að þeir sem hafa fjárfest í núverandi rekstrarumhverfi haldi sinni sneið áfram. Búnaðargjald: Ákveðið hvað verður um mögulegt fé sem verður til eftir búnaðargjald og hvernig því verður skipt. Nautastöð: Búnaðarþing treystir ekki stjórn LK til að reka nautastöðina, heldur skuli nautastöð vera í eigu BÍ og LK 50/50. Aðalfundur LK þarf þá að ræða þetta aftur. Rekstur hefur verið jafn undanfarin ár en nautastöðin er of skuldsett og því verður kostnaði velt yfir í búgreinina. LK þyrfti að fá að ráða hvernig það yrði gert. Notendur verða að borga, þó þeir hafi ekkert sagt um fjárfestinguna á sínum tíma. Nýliðun: Mikið í búvörusamningum. Hins vegar var talað um lánsfjármögnun, tillaga samþykkt á búnaðarþingi. Lánsfjármagn á betri kjörum en hefur staðið til boða hingað til. Teknar verði upp nýjar lánareglur hjá LSB en áfram gera þeir kröfu til fyrsta veðréttar. Þá var mikið rætt um Hótel Sögu á Búnaðarþingi. Eins kom tillaga um að nota íslenska fánann sem upprunamerkingu. Jafnframt kom fram ályktun um búnaðarstofu.

Önnur mál
Aðeins var rætt um að ráðherra ýjar að því að sömu fjármunum verði áfram veitt til landbúnaðarins en erfitt verður að auka þá.
Eins var rætt um að ný drög að skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ hafi borist til ráðuneytis til yfirlestrar. Það er spurning hvernig þessi skýrsla verður notuð þegar allt kemur til alls. Verðlagsnefnd bíður með að koma saman þar til hún er tilbúin.
Nú er framleiðsluaukning á mjólk og sala á próteini fylgir ekki innviktun. Því þarf að selja út mjólkurprótein á lágu verði svo MS tapar í raun á aukinni innviktun.
Aðeins var farið yfir starfshóp um innflutning á holdanautasæði. Sá hópur er að setja saman reglur um innflutning og hvernig verði staðið að því að velja sóttvarnarbú sem fá að flytja inn og nota innflutt holdanautasæði. Framkvæmdastjóri LK situr í þessum starfshópi.
Nokkuð var rætt um það að það þurfi að koma á fót einhvers konar upplýsingakerfi um það hvaða naut eru til í kútum frjótækni. Stundum klárist vinsæl naut áður en að áfyllingardegi kemur og þá þarf að velja eitthvað annað naut. Hægt væri að búa til póstlista eða sjálfvirka tengingu við Huppu um hvað er til af sæði hjá hverjum frjótækni. Sett fram tillaga því tengd sem fór fyrir aðalfund.
Fleira ekki rætt. Fundi slitið 14.00
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir ritaði fundargerð.


back to top