Félagsráðsfundur FKS 14. febrúar 2011

Fundur haldinn í félagsráði Félags kúabænda á Sðurlandi haldinn í Björkinni á Hvolsvelli 14. febrúar 2011.

1. Fundarsetning
Þórir Jónsson Selalæk formaður félagsins setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fyrsta fund félagsráðs á þessu starfsári. Fundarmenn kynntu sig hver fyrir sig.


2. Kosningar
a. Gjaldkeri
Elín  B. Sveinssdóttir Egilsstaðakoti endurkjörinn sem gjaldkeri félagsins með lófaklappi.

b. Ritari og varaformaður
Arnheiður D. Einarsdóttir Guðnastöðum  fráfarandi  ritari og  varaformaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs og fundarstjóri óskaði eftir uppástungu. Stungið var upp á Samúel U. Eyjólfssyni í Bryðjuholti  sem ritara félagsins og var sú uppástunga samþykkt með lófaklappi.

c. 4 fulltrúar á aðalfund BSSL  og 4 til vara
Gengið var til skriflegra kosninga og eftirtaldir hlutu kosningu:

Aðalmenn:
Þórir Jónsson Selalæk
Elín B. Sveinsdóttir Egilsstaðakoti
Valdimar Guðjónsson Gaulverjabæ
Ólafur Helgason Hraunkoti

Varamenn:
Samúel U. Eyjólfsson Bryðjuholti
Katrín Birna Viðarsdóttir Ásólfsskála
Sigurður Þór Þórhallsson Önundarhorni
Jórunn Svavarsdóttir Drumboddsstöðum

d. 12 fulltrúar á aðalfund LK og 12 til vara
Gengið var til skriflegra kosninga og eftirtaldir hlutu kosningu:

Aðalmenn:
       Þórir Jónsson Selalæk
       Samúel U. Eyjólfsson Bryðjuholti
       Elín B. Sveinsdóttir Egilsstaðakoti
       Katrín Birna Viðarsdóttir Ásólfsskála
      Ólafur Helgason Hraunkoti
      Valdimar Guðjónsson Gaulverjabæ
      Sigurður Þór Þórhallsson Önundarhorni
      Guðbjörg Jónsdóttir Læk
      Birkir A. Tómasson Móeiðarhvoli
      Bóel Anna Þórisdóttir Móeiðarhvoli
      Ásmundur Lárusson Norðurgarði
      Björn Harðarson Holti
     
Varamenn:
      Jórunn Svavarsdóttir Drumboddsstöðum
      Arnheiður D. Einarsdóttir Guðnastöðum
      Sævar Einarsson Stíflu
      Jóhann Nikulásson St- Hildisey
       Andrés Andrésson Dalsseli
       Borghildur Kristinsdóttir Skarði
       Ómar Helgason Lambhaga
       Sigríður Jónsdóttir  Fossi
       Ágúst Sæmundsson Bjólu
       Pétur Guðmundsson Hvammi
       Ragnar Magnússon Birtingaholti
       Reynir Þór Jónsson Hurðarbaki  


3. Nýliðinn aðalfundur FKS og komandi aðalfundur LK
Þórir Jónsson Selalæk ræddi  nýliðinn aðalfund FKS og þá sérstaklega verðlagsmál og óskaði eftir umræðu um þau mál sérstaklega og svo önnur mál.

Arnheiður á Guðnastöðum ræddi verðlagsmálin og gat m.a. um að strax eftir hækkun á afurðaverði hafi verið tilkynnt veruleg hækkun á kjarnfóðri.  Eins varðandi „reiknaða“ hækkunarþörf en sér virtist mega skilja mál þannig að verð fyrir mjólkurlítrann til bænda þyrfti að vera um 160 kr/l skv. upplýsingum sem fram komu á síðasta aðalfundi FKS.

Jóhann í St-Hildisey  ræddi verðlagsmálin og það kerfi sem búið er við, þ.e. opinber verðlagning og ræddi samanburð við verð erlendis

Kjartan í Fagurhlíð  velti fyrir sér hvort ekki væri hægt að koma fram hækkunum tíðar fram í meira samræmi við aðfangahækkanir.

Bóel Anna á Móeiðarhvoli ræddi sömu mál þ.e. að uppfæra tíðar gögn um aðfangaverð.

Katrín Birna óskaði eftir þvi að stjórn ynni í þessum málum m.a. með ályktun til aðalfundar LK.

Þórir Jónsson á Selalæk taldi þörf á að félagsráðið hittist aftur fyrir aðalfund LK  m.a. til að vinna að tillögugerð fyrir þann fund.

Sævar í Stíflu ræddi þörf á að senda verðlagsnefndarmenn á námskeið til olíufélaganna til að vinna á svipuðum nótum og þau gera.

Kjartan í Fagurhlíð ræddi samanburð,  t.d. bestu búin í Sunnuverkefninu við verðlagsgrundvöllinn, hvort það hefði verið borið saman.

Runólfur sagði að það hefði ekki verið skoðað nýlega en ljóst að verulegur munur væri á launaliðnum í þessum samanburði. Vonandi ynnist tími til að skoða þetta fyrir næsta félagsráðsfund.

Ómar í Lambhaga ræddi hvernig hægt væri að bregðast við aðkomu þeirra aðila sem ætla að markaðssetja mjólk utan greiðslumarks á innanlandsmarkað. Eðlilegt að við bændur förum að bregðast við.

Þórir á Selaæk sagði frá því að hann hefði sent ályktun um greiðslumarkið sem samþykkt var á síðasta aðalfundi til allra Alþingismanna í suðurkjördæmi.

Sævar í Stíflu ræddi hugtökin umframmjólk og utankvótamjólk og hvort ekki þyrfti að gera þá kröfu  um ákveðið hlutfall af framleiðslunni yrði að vera innan greiðslumarks til að afurðastöð taki við mjólk frá viðkomandi búi.

Jórunn á Drumboddsstöðum ræddi kynningarmál og hvort unnið væri markvisst á því sviði.

Jóhann í St-Hildisey sagði að þetta yrði best unnið með að nýta persónulega kontakta milli forsvarsmanna LK og fjölmiðla. Þá hefði verið aukið við upplýsingagjöf í gegnum  heimasíðuna hjá LK.

Þórir Jónsson á Selalæk lagði fram drög að ályktun um verðlagsmál sem hann hafði samið. Tillagan rædd og gerð orðalagsbreyting . Tillagan var samþykkt  samhljóða og er svohljóðandi:


„Fundur í félagsráði Félags kúabænda á Suðurlandi haldinn á Hvolsvelli 14.febrúar 2011 lýsir vonbrigðum með, að í niðurstöðu verðlagsnefndar búvöru skuli sú hækkunarþörf sem fram kemur í verðlagsgrundvelli kúabús ekki skila sér að fullu.  Fundurinn ber þó fyllsta traust til fulltrúa bænda í nefndinni og hvetur þá til að fylgja fast eftir þeirri hækkunarþörf sem grundvöllurinn mælir hverju sinni. Þá telur fundurinn einnig afar mikilvægt við núverandi aðstæður að grannt sé fylgst með verðþróun helstu kostnaðarliða í rekstri kúabúa. Fundurinn telur nauðsynlegt að hækkunarþörfin sé metin að lágmarki ársfjórðungslega.“


4. Önnur mál
a. Þórir á Selalæk ræddi SUNNU-verkefnið og komandi kynningarfundi sem verða haldnir 1.og 2.mars, sá fyrri á Hótel Hvolvelli og seinni að St-Ármóti. Hvatti fundarmenn til áframhaldandi þátttöku í verkefninu og þá fundarmenn sem ekki væru þátttakendur að skoða möguleika til að vera með í verkefninu.


b. Þórir sagði frá því að ákveðið hefði verið að stefna að kúasýningu á Hellu síðustu helgina í ágúst næstkomandi í samstarfi BSSL og FKS og hvatti fundarmenn að leggja henni lið þegar nær drægi.


c. Þá nefndi Þórir að hann hefði átt fund með forsvarsmönnum Jötunns véla á Selfossi en í undirbúningi eru sunnlenskir sveitadagar á vegum fyrirtækisins í vor og  rætt um aðkomu FKS og LK að þeirri samkomu. 


d. Þórir sagði frá samtali við Katrínu héraðsdýralæknir vegna merkinga sláturgripa og hvernig staðið er að eftirliti af hálfu Matvælastofnunar. Miklar umræður urðu um málið. Almennt var talin þörf á betra upplýsingaflæði frá Matvælastofnun og Bændasamtökum til að skýra betur þessi mál og gera þetta kerfi eins skilvirkt og kostur er.


e. Runólfur ræddi skuldamálin. Svo virðist að  Landsbankinn og  Íslandsbanki ætli að  endurreikna fasteignalán bænda sem voru tengd erlendum myntum.  Þau yrðu þá endurreiknuð út frá upphaflegum höfuðstól til dagsins í dag,  út frá því að um íslenskt lán væri að ræða og síðan borið saman hvað búið er að greiða af viðkomandi lánasamningi til dagsins í dag. Mismunandi væri hvað höfuðstóll færi mikið niður, bæði háð því hvenær viðkomandi lánasamningur er gefinn út  og eins hvernig lántakendum hefur gengið að greiða af  samningnum til dagsins í dag.  Greinilegt væri að í langflestum tilvikum yrði um mun meiri höfuðstólslækkun að ræða  en sem næmi því sem áður hefur verið kynnt.  Meðal annars  af Arion-banka um að lækka höfuðstól lána með erlendar myntir sem vísitölubindingu,  en þar er miðað við gengi viðkomandi myntar 29.9.2008.


f. Jóhann í St-Hildisey ræddi efnainnihald mjólkur og lágt próteininnihald og þörf á skoðun á þróun þess síðustu misseri.


g. Bóel Anna á Móeiðarhvoli ræddi umframmjólk og greiðslur  vegna efnainnihalds. Fram kom að stjórn LK hefur ályktað um málið og sent ábendingu þessa efnis til stjórnar Auðhumlu.
Þá ræddi Bóel Anna um að það þyrfti að opna fundi félagsráðs  þannig að suma fundi þyrfti að auglýsa sem opna fundi fyrir kúabændur almennt, sérstaklega þegar um væri að ræða aðfengna fyrirlesara.
Loks ræddi Bóel Anna um frumvarp til laga um náttúrvernd,  spurning um innihald frumvarpsins. Skoða þyrfti drögin að frumvarpinu og spurning um tillögugerð fyrir aðalfund LK.
 
h. Rætt um næsta fund sem áætlað er að halda  um miðjan mars að degi til á Selfossi. Sá fundur færi að meginhluta í frekari umræðu um komandi aðalfundi LK og Bssl og vinnu í tillögugerð fyrir þá fundi.


Fleira ekki gert og fundi slitið um kl 00:20

Runólfur Sigursveinsson
ritaði fundargerð


back to top