Er fóðrið tryggt?

Þegar litið ef yfir skilmála tryggingarfélaganna vegna lausafjártrygginga bænda, má sjá að í þeim öllum er að finna eftirfarandi klausu þegar kemur að undanþágum frá bótum á tjóni vegna eldsvoða: „Þrátt fyrir það greiðist þó sem um eldsvoða væri að ræða ef fóður ofhitnar og/eða brennur (kolast) þótt eldur verði ekki laus“.

Ljóst er að yfir 90% af heyfeng landsmanna og stærstur hluti kornuppskeru, hefur undanfarinn einn og hálfan áratug eða svo verið verkaður og geymdur með þeim hætti að kolun er nær útilokuð. Tjón á fóðri við núverandi aðstæður er frekar vegna myglu, smjörsýrugerjunar, óhappa við sýringu korns, fugla eða nagdýra. Að setja kolun sem skilyrði greiðslu tryggingabóta vegna tjóns á fóðri, jafngildir því verulegum takmörkunum, ef ekki útilokun, á bótarétti. Nokkur vafi leikur því á hvort fóður bænda sé tryggt með viðeigandi hætti. Að mati LK er brýnt að tryggingaskilmálarnir séu endurskoðaðir, m.t.t. mjög breyttra aðferða við fóðurverkun.

Erindi þessa efnis hefur verið sent til tryggingarfélaganna til skoðunar.


Landssamband kúabænda / BHB


back to top