Eldgos hafið í Grímsvötnum

Eldgos hófst í Grímsvötnum í kvöld en aukinn órói tók að mælast á skjálftamælum um kl. 17:30 samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Ekki er ljóst hvernig gosið kemur til með að þróast en það spáir norðlægri átt sem þýðir að aska fellur til suðurs. Fréttir hafa þó borist af öskufalli í byggð í nágrenni Vatnajökuls, m.a. á Kirkjubæjarklaustri. Bændur á svæðinu allt vestan frá Síðu og austur fyrir Reynivelli eru hvattir til að huga að búfénaði og fylgjast vel með veðurspá og framvindu gossins. Gos í Grímsvötnum eru þó að öllu jöfnu ekkert í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli hvað varðar magn gosefna auk þess sem gjóska frá Grímsvötnum berst yfirleitt mun styttra vegna meiri grófleika.
Nánri upplýsingar er að finna á eftirtöldum vefjum:

Almannavarnir

Veðurstofa Íslands

RÚV


back to top