Einangrunarstöð

Í dag er verið að vinna við innréttingar og að klæða húsið að utan. Einangrunarstöðin er 526 m2 og í alla staði vönduð bygging. Veggir uppsteyptir, límtréssperrur og yleiningar í þaki. Húsið skiptist í 3 hluta. Uppeldisfjós vegna sölu á lífgripum, millibyggingu m.a vegna sæðistöku og sóttvarna og kúahluta fyrir 20 kýr. Undir hvoru fjósi eru aðskildir haugkjallarar með kanalkerfi. Búið er að girða landið sem er 47 ha með tvöfaldri girðingu sem er 3,2 km að lengd.
Í Noregi bíða 40 fósturvísar eftir því að innflutningsleyfi fáist sem vonandi gerist á næstu dögum. Búið er að festa kaup á 36 kúm af bændum sem þegar hafa verið fluttar á staðinn.

 


back to top