Efnainnihald áburðar nánast alltaf í samræmi við uppgefin gildi

Matvælastofnun hefur birt á heimasíðu sinni skýrslu um niðurstöður áburðareftirlits ársins 2010. Í skýrslunni má finna niðurstöður efnagreininga áburðarsýna sem tekin voru á árinu, einnig athugasemdir vegna merkinga áburðarins. Þá eru í skýrslunni upplýsingar um áburðartegundir sem voru fluttar inn eða framleiddar á landinu á árinu.
Yfirleitt virðist sá áburður sem fluttur er til landsins standast þær kröfur sem gerðar eru og efnainnihald vera í samræmi við uppgefin gildi. Frá þessu eru örfáar undantekningar og flestar athugsemdir sem gerðar voru lúta að ófullnægjandi merkingum áburðarins.
Skýrsluna er að finna á vef Matvælastofnunar.

Áburðareftirlit 2010 – eftirlitsskýrsla


back to top