Dregur enn úr skjálftavirkni

Dregið hefur úr skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli. Almannavarnir munu mjög líklega aflétta viðbúnaðarstigi að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, jarðeðlisfræðingi hjá Veðurstofunni. Mjög ólíklegt sé að þessari skjálftahrinu ljúki með gosi.
Stöðugar hræringar hafa verið undir Eyjafjallajökli síðustu sólarhringa, þar mældust um 20 til 30 smáskjálftar á klukkustund. Almannavarnir ákváðu fyrir helgi að virkja viðbragðsáætlun fyrsta háskastigs vegna möguleika á eldgosi í jöklinum.


back to top