Danmörk: Undirskriftarsöfnun fyrir réttindum mjólkurkúa

Dönsk dýraverndunarsamtök, Dyrenes Beskyttelse, standa nú fyrir átaki þar sem þess er krafist að danskar mjólkurkýr fái að ganga frjálsar úti á túnum og bíta gras að minnsta kosti 150 daga á ári.

Til að vekja athygli á baráttu sinni hafa samtökin staðið fyrir undirskriftasöfnun og hafa um sjötíu og fimm þúsund Danir skrifað undir kröfuna.

Forsvarsmenn samtakanna segja að það sé mikill miskilningur að danskar kýr gangi almennt frjálsar um tún og jórtri sitt gras í ró og næði. Æ fleiri kýr gangi aldrei frjálsar heldur séu á húsi allt árið um kring. Þessu þurfi að breyta.


back to top