Dagur sauðkindarinnar 15. október n.k.

Félag sauðfjárbænda stendur fyrir degi sauðkindarinnar í fjórða sinn í Skeiðvangi á Hvolsvelli laugardaginn 15. október kl. 14 17. Sauðfjáreigendur frá Markarfljóti að Þjórsá geta komið með um 10 kindur á sýninguna og er fjölbreytni í litum og önnur sérkenni æskileg.
Opinn markaður verður á hrútum og gimbrum og eru fjáreigendur hvattir til að koma með fé til sölu.
Á sýninguna eru boðaðir 10-15 efstu lamb- og veturgamlir hrútar frá sýningum í heimasveit og verður þeim raðað upp á nýtt og verðlaun veitt.
Keppt verður um fallegustu gimbrina og geta eigendur skráð 1–3 gimbrar hver (lágmark 32 mm vöðvi og 18 í lærastig). Einnig kjósa gestir litfegursta lambið.

Verðlaun verða veitt fyrir þá ær í sýslunni sem hefur hæst kynbótamat fyrir frjósemi og mjólkurlagni.

Verðlaun verða fyrir besta ræktunarbú sýslunnar 2010.

Uppboð á úrvalsgripum verður ef þátttaka fæst.

Kjötsúpa verður til sölu sil styrktar Skeiðvangi og Félagi sauðfjárbænda.

Sauðfjáreigendur á svæðinu eru hvattir til að taka þátt í sýningunni en hafa þó allan varann á ef grunur er um einhvern sjúkdóm sem komið hefur upp í hjörðinni á síðustu árum.

Upplýsingar og skráning hjá Einari í síma 893 8430.


back to top