Dagur sauðfjárræktarinnar

Ágætu sauðfjárbændur og áhugamenn um íslenskt sauðfé!
Föstudagurinn 24. júní verður viðburðarríkur, en þá standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Búnaðarsamtök Vesturlands (BV) fyrir Degi sauðfjárræktarinnar. Viðfangsefnið er íslenska sauðkindin og afurðir hennar. Þessi hátíð verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði og hefst kl. 10 og lýkur kl. 17.
Dagur sauðfjárræktarinnar er haldinn í tengslum við fjölþjóðlegt verkefni um fræðslu fyrir sauðfjárbændur sem Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir (Sheepskills.eu). Um er að ræða tveggja ára verkefni með sauðfjárbændum í fimm Evrópulöndum. Verkefninu er ætlað að stuðla að betri nýtingu á tækifærum sem felast í sauðfjárbúskap. Lögð er áhersla á framþróun og nýsköpun, svo sem í tengslum við landbúnaðartengda ferðaþjónustu og með þróun nýrra afurða eins og matvöru og handverks. Markmiðunum verður náð með aukinni fræðslu og símenntun.
Í tengslum við verkefnið hafa verið þróuð og haldin námskeið fyrir sauðfjárbændur á félagssvæði BV. Þessi námskeið verða einnig haldin um allt land á næstu árum. Einnig er unnið að gerð bókar um sauðfjárrækt. Bókin verður tilbúin í haust. Fræðsluefnið sem tekið er saman í tengslum við verkefnið verður öllum opið á heimasíðunni www.sheepskills.eu
Ásgarður kl. 10 – 12
Setning
Ágúst Sigurðsson rektor
Landbúnaðarháskóla Íslands
European cooperation is important to us
Ágúst H. Ingþórsson Landsskrifstofu Menntaáætlunar Evrópusambandsins
Why do we need a new textbook on sheep production in Iceland?
Ólafur Dýrmundsson Bændasamtökum Íslands
Sheepmilk in Iceland
Sigríður Bjarnadóttir Búnaðarsamtökum Eyjafjarðar
Sheepskills.eu; New skills for an old profession
Jolande Leinenbach
ed-consult Denmark
Living landscape
Annette Holmenlund Sheep and Goat Consult Denmark
Wool workshop
Berit Kiilerich Lystbækgaard Denmark
Gamli skóli
Fræðsluerindi
frá kl. 13 – 16
Frjósemi sauðfjár
Árni B. Bragason Búnaðarsamtökum Vesturlands
Íslensk sauðfjárrækt í sátt
við náttúru og umhverfi
Ólafur Dýrmundsson Bændasamtökum Íslands
Áhrif og árangur af evrópsku samstarfi
Ágúst H. Ingþórsson Landsskrifstofu Menntaáætlunar Evrópusambandsins
Kynbætur sauðfjár
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson Landbúnaðarháskóla Íslands
Námskeið um landbúnaðartengda ferðaþjónustu kynnt. Arnheiður Hjörleifsdóttir Landbúnaðarháskóla Íslands
Ull og ullarvinnsla
Emma Eyþórsdóttir Landbúnaðarháskóla Íslands
Opinn landbúnaður; bændur bjóða heim
Berglind Hilmarsdóttir Bændasamtökum Íslands
Stuttar kynningar á sauðfjárrækt í Danmörku, Ungverjalandi, Tyrklandi og Þýskalandi
Kynningar, veggspjöld, myndbönd og annað fræðsluefni
Á grænum svæðum
í göngufæri:
Leikir fyrir börn á öllum aldri
Þrautabraut Ungra bænda
Fjárhundasýning
Jurtagreining og
jurtalitun á ull
Söguleiðsögn um Hvanneyrarstað
Gamla fjós
Kl. 13-17 Opin vinnustofa um handverk úr sauðfjárafurðum
Söguhornið; allir geta stigið á stokk og sagt sögu tengda sauðfé
Kl. 16.15 Dregið í happdrætti


back to top