Breytt skattlagning á veiðileigutekjum bænda

Með lögum nr. 128 frá 23.desember 2009 var horfið frá því fyrirkomulagi að tekjur úr veiðifélögum verði ávallt skattlagðar sem fjármagnstekjur utan rekstrar.
Fyrirkomulagið hafði verið gagnrýnt enda mátti hvorki nýta beinan kostnað á móti tekjum né tap af rekstri. Þannig voru dæmi um að rekstraraðilar hafi þurft að greiða fjármagnstekjuskatt vegna þessara tekna án nokkurs frádráttar á sama tíma og þeir hafa átt ónotað tap af rekstri sínum.

Þessu var breytt og nú falla slíkar tekjur að almennu skattþrepi ef þeirra er aflað í atvinnurekstri.
Áfram greiða þeir sem ekki stunda atvinnu fjármagnstekjuskatt af slíkum leigutekjum.


Breytingin öðlaðist gildi 1. janúar 2010 og kemur til framkvæmda við álagningu 2011  en eldri reglur gilda um tekjur ársins 2009 við álagningu nú í sumar.


back to top