Breytingar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands

Um síðustu áramót tók Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins RML til starfa.  Fyrirtækið tekur yfir faglegt starf og ráðgjöf til bænda sem verið hefur á höndum búnaðarsambanda og ráðgjafasviðs Bændasamtakanna.  Það er hægast að lista það upp sem eftir verður hjá Búnaðarsambandinu. Fyrirtæki Búnaðarsambandsins.  Kynbótastöð Suðurlands, Sauðfjársæðingastöð Suðurlands, Tilraunabúið Stóra Ármóti og bændabókhaldsdeildin. Búnaðarsambandið leigir RML starfsaðstöðu og afnot af bílum.  Þá mun BSSL áfram sinna félagslegum störfum, umsýslu og úttektum jarða- og húsabóta, umsóknum um lögbýli og sjá um fleiri verkefni  sem m.a. lúta að lögum um búfjárhald, girðingalögum, vörnum vegna landbrots  ofl. Búnaðarsamböndin munu sjá um túnkortagerð, úttektir og eftirlit vegna umsókna m.a. í Framleiðnisjóð og Bjargráðasjóð. Þá urðu þær breytingar um áramót að Ólafur Þór tók við umsjón yfir bændabókhaldi í stað Skafta Bjarnasonar sem fór í 70 % starf um leið og hann tók við oddvitastöðu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Starfsfólk sem farið er yfir til RML er;
Runólfur Sigursveinsson Fagstjóri í Búrekstri og nýbúgreinum.
Guðmundur Jóhannesson. Ábyrgðarmaður í nautgriparækt
Halla Eygló Sveinsdóttir. Hrossarækt
Pétur Halldórsson Hvolsvelli. Hrossarækt
Fanney Ólöf Lárusdóttir Kirkjubæjarklaustri. Sauðfjárrækt (75 %)
Kristján Bjarndal Jónsson. Jarðrækt
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir. Fóðrun í stað Hrafnhildar Baldursdóttur
Sigríður Ólafsdóttir. Búrekstur (50 %)
Margrét Ingjaldsdóttir er í launalausu leyfi, Hrafnhildur Baldursdóttir og Þórey Bjarnadóttir eru í fæðingarorlofi

Starfsfólk sem verður eftir hjá BSSL að öllu leyti eða í hlutastörfum;

Sveinn Sigurmundsson. Framkvæmdastjóri og í 30% í nautgriparækt í RML
Ólafur Þór Þórarinsson Umsjónarmaður bændabókhalds og í 50% í ráðgjöf við DK Búbót hjá RML
Grétar Már Þorkelsson.  Úttekt jarða og húsabóta, forðagæsla ofl. Staðsettur á Höfn
Halla Kjartansdóttir. Túnkortagerð
Brynja Marvinsdóttir. Ritari, móttaka og símsvörun 50 % hjá RML
Helga Sigurðardóttir. Bókhald, umsjón með heimasíðu ofl skrifstofustörf. (75%)

Starfsmannamál og þróun hjá RML eru enn í mótun og því gæti sú tilhögun sem hér er nefnd breyst.

Kv. Sveinn

 


back to top