Bjargráðasjóður að Heimalandi í dag

Fulltrúar frá Bjargráðasjóði verða í upplýsingamiðstöðinni að Heimalandi undir Eyjafjöllum í dag kl. 12.00 til 14.00 og munu veita íbúum upplýsingar og ráðgjöf.

Þjónustumiðstöð að Heimalandi er ætlað að veita íbúum í grennd við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli þjónustu og aðstoð við uppbyggingu á svæðinu.  Felst það meðal annars í hreinsunarstarfi og áframhaldandi skipulagi þess auk þess sem sett hefur verið upp miðstöð upplýsingagjafar að Heimalandi fyrir þá sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna eldgossins.  Upplýsingamiðstöðin er opin daglega í kringum hádegi en þar er einnig boðið upp á hádegismat fyrir íbúa og aðra sem vinna að uppbyggingarstarfinu.  Netfang miðstöðvarinnar að Heimalandi er heimaland@visir.is .


Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, 8-13 m/s, en hvassara síðdegis.  Gert er ráð fyrir lítilli úrkomu, en rigningu með köflum eftir hádegi.  Búast má við lítilsháttar öskufalli norðvestur og síðar vestur af eldstöðinni.


back to top