Bændur hvattir til þátttöku í kosningum

Nú ættu allir sauðfjár- og kúabændur að hafa fengið kjörgögn i hendur vegna atkvæðagreiðslunnar um breytingar á búvörusamningi. Bændasamtökin og viðkomandi búgreinafélög hvetja bændur til þátttöku í kosningunum. Minnt er á að atkvæðaseðlar skulu hafa borist til skrifstofu Bændasamtaka Íslands ekki síðar en föstudaginn í þessari viku eða þann 29. maí nk. Talning atkvæða fer fram þriðjudaginn 2. júní og verða niðurstöður kunngjörðar strax að lokinni talningu.

Upplýsingar um breytingar á samningunum og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar má sjá hér, en sjá má umfjöllun um kosningarnar og kynningarfundina á samningunum í síðasta Bændablaði hér.


back to top