Bændamarkaður Efra-Seli

Í sumar verður opinn Bændamarkaður á Efra-Seli í Hrunamannahreppi.  Á Flúðum var starfæktur bændamarkaður um árabil og naut mikilla vinsælda, en markaðurinn á Efra-Seli kemur í hans stað.

Bændamarkaðurinn á Efra-Seli verður rekinn með svipuðu sniði og á Flúðum þar sem mikil áhersla er lögð á fjölbreyttar landbúnaðarafurðir sem framleiddar eru á Suðurlandi og þá einkum í uppsveitum Árnessýslu. Á markaðinum verður að finna kjötvörur, grænmeti, fisk, kryddjurtir, heimabakað bakkesli og fleira. Handverk frá sunnlensku handverksfólki verður einnig til sölu á markaðinum.

„Beint frá býli“ hefur notið sífellt meiri vinsælda þar sem fólk getur keypt gæðavöru beint af bónda. Bændamarkaðurinn er beinn tengiliður á milli viðskiptavina og bænda sem tryggir að matvara er ávallt fersk og af réttum gæðum. Það að matvaran er framleidd í smáum stíl en ekki fjöldaframleidd tryggir það. Grænmetisbændur í nágrenninu munu sjá til þess að ávallt sé til ferskt grænmeti og mun úrvalið aukast þegar líður á sumarið.

Opið er mánudaga – föstudaga frá 13.00 til 18.00. Laugardaga og sunnudaga er opið 11.00 til 18.00 í sumar.

Bændamarkaðurinn er staðsettur við hliðina á golfskálanum á Selsvelli.

Verið velkomin. Símanúmer markaðarins eru 820-7590 / 486-6454.

 


back to top