Bændafundur BÍ – Árhúsum Hellu kl.12

Fyrsti bændafundurinn í haustfundalotu BÍ verður haldinn í hádeginu í Árhúsum á Hellu mánudaginn 11. nóvember. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, mun halda erindi um helstu mál sem samtökin starfa að um þessar mundir. Gestafyrirlesari verður Guðmundur Hallgrímsson frá Hvanneyri en hann mun ræða um vinnuverndarmál og átak sem stendur fyrir dyrum til þess að fækka slysum í landbúnaði. Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð.

Nánari upplýsingar um bændafundina framundan er að finna á bondi.is


back to top