Auglýst á ný eftir´umsóknum um nýliðunarstyrki

Ákveðið hefur verið að auglýsa á ný eftir umsóknum um nýliðunarstyrki í sauðfjárrækt skv. gildandi sauðfjársamningi. Auglýst var fyrr á þessu ári og bárust þá 23 umsóknir sem er minna en búist var við. Yfirferð þeirra er nú lokið og ætti umsækjendum að berast tilkynning frá Bændasamtökunum um niðurstöðu nú á næstu dögum.
Í ljósi fjölda umsókna samþykkti stjórn Bændasamtakanna á fundi sínum 30. apríl sl. að leita eftir heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins til að auglýsa á ný eftir umsóknum. Ráðuneytið hefur nú fallist á það. Sú breyting var gerð að hægt er að sækja um styrk vegna bústofnskaupa sem fóru fram frá og með 1. janúar 2007 og síðar, en í fyrri úthlutun var skilyrði að kaupin hefðu átt sér stað 1. október 2007 eða síðar. Að öðru leyti eru reglurnar óbreyttar.

Umsóknarfrestur er til 15. júní vegna þessarar síðari úthlutunar.  Reglurnar verða síðan teknar til efnislegrar endurskoðunar fyrir úthlutun 2009 eins og þær kveða á um.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublað með því að smella hér.


back to top