Afurðir aukast hægt og bítandi

Uppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir október er lokið og standa meðalafurðir á árskú nú í 5.323 kg yfir landið allt sem er 5 kg mera en í fyrra mánuði. Afurðir eru nokkru meiri hér á Suðurlandi eða 5.436 kg/árskú til jafnaðar og hafa einnig aukist um 5 kg milli mánaða. Afurðir eru nú mestar í Rangárvallasýslu eða 5.505 kg/árskú og síðan 5.500 kg/árskú í Árnessýslu.
Afurðahæsta búið á landinu er hjá Steinari Guðbrandssyni í Tröð í Borgarbyggð eða fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Þar hafa kýrnar mjólkað 7.850 kg/árskú til jafnaðar síðustu 12 mánuði sem er nokkur lækkun frá október. Hér á Suðurlandi eru afurðir s.l. 12 mánaða mestar hjá Arnari Bjarna og Berglindi í Gunnbjarnarholti þar sem 108,1 árskýr hafa mjólkað að jafnaði 7.678 kg og hafa bætt við sig um 70 kg frá október. Þau eru í fjórða sæti á landsvísu. Búið á Kirkjulæk stendur svo í öðru sæti á Suðurlandi og sjötta sæti á landsvísu með 7.615 kg/árskú og síðan kemur Reykjahlíð með 7.513 kg/árskú í þriðja sæti hér sunnanlands og sjöunda á landsvísu.
Afurðahæsta kýrin á landinu m.v. afurðir síðustu 12 mánuði er nú Randa 014 Beradóttir 92021 á Hvanneyri með 12.146 kg mjólkur. Í öðru sæti er svo Örk 166 Almarsdóttir 90019 á Hamri í Hegranesi með 11.808 kg mjólkur. Af sunnlenskum afurðakúm stendur Ljómalind 1042 á Skáldabúðum efst með 12.001 kg mjólkur og síðan Habbý 371 í Gunnbjarnarholti með 11.615 kg.

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar


back to top