Æskuminningar Hjalta Gestssonar frá Hæli

Hjalta Gestsson ráðunaut og fyrrum framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands þarf ekki að kynna fyrir bændum.  Nú fyrir jólin kom út bók um æskuminningar hans, sem ber heitið Þættir, Hjalti Gestsson frá Hæli.  Bókin er gefin út í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Hjalta og eru það börnin hans sem gefa bókina út.  Hjalti var búin að skrifa um æskuár sín á Hæli og skólagöngu sína fram að stúdentsprófi, auk þess sem Hjalti skrifar er í bókinni æviágrip föðurbróður hans Eiríks Einarssonar, alþingismanns og bankastjóra, eins er þáttur um afasystur Hjalta Guðrúnu Gísladóttur.  Bókin er til sölu hjá Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.


back to top