Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda 2014

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda verður haldinn á Hótel Selfoss þriðjudaginn 29. apríl kl. 13.00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Skýrsla um störf Sambandsins á árinu

2. Endurskoðaðir reikningar Sambandsins fyrir nýliðið ár

3. Lagabreytingar

Engar tillögur liggja fyrir.

4. Kosning til stjórnar Sambands garðyrkjubænda

Kjósa skal formann og síðan fjóra stjórnarmenn beinni kosningu. Einnig skal kjósa tvo menn til vara.

5. Ákvörðun um laun stjórnarmanna

6. Kosning löggilds endurskoðanda og tveggja félagskjörinna skoðunarmanna auk tveggja varamanna þeirra.

7. Stefnumótun garðyrkjunnar

Ágúst Þorbjörnsson, ráðgjafi, kynnir drög að stefnumótun garðyrkjunnar.

8. Önnur mál:

Formaður SG, Sveinn A. Sæland mun setja fundinn en tvö ávörp verða flutt áður en aðalfundadagskráin hefst. Fyrra ávarpið verður flutt af Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna, en það síðara flytur Sigurður Loftsson, formaður Landssamband kúabænda.

Vakin er athygli á að kynnt verða drög að framtíðarstefnu SG en að undanförnum mánuðum hefur töluverð vinna átt sér stað meðal félagsmanna um mótun hennar. Á aðalfundinum verða því lögð lokahönd á stefnuna. Eftir kynningu á drögunum verður skipað í fjóra vinnuhópa sem fara yfir þau og gefa álit sitt á þeim.

Félagsmenn SG eru því hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í starfi sambandsins.

 


back to top