Aðalfundur FKS 27. jan. 2004

AÐALFUNDUR  FKS 2004 
HALDINN 27. JANÚAR 2004 Að LAUGALANDI Í HOLTUM


Formaður Sigurður Loftsson setti fund kl. 12.40.  Gerði tillögu um Gunnar Eiríksson sem fundarstjóra og bað Valdimar Guðjónsson að rita fundargerð.
Gat Sigurður þess í setningu að á næsta ári yrði félagið 20 ára gamalt.



  1. Skýrsla formanns. Farið yfir helstu mál ársins 2003.   (Sjá skýrslu formanns í tölvutæku formi).



  2. Fundarstjóri las tillögu stjórnar um uppstillingarnefnd. Í henni eiga sæti; Grétar Einarsson Þórisholti, formaður, Halla Guðmundsdóttir Ásum og Þórir Jónsson , Selalæk.


  3. Reikningar
    Reikningar lesnir og yfirfarnir af gjaldkera Jóhanni Nikulássyni.
    Rekstartekjur ársins kr. 556.260  Sama upphæð til gjalda.
    Rekstarafgangur   kr. 109.367.
    Eignir á bankareikn.kr. 472.441.

    Reikningar  bornir upp og samþykktir án athugasemda.

  4. Umræður um  skýrslu formanns.
    Þorfinnur á  Spóastöðum þakkaði stjórn fyrir vel unnin störf og sérstaklega samstarfið við Búnaðarsambandið.
    Sagði vegna fækkunar búa væri sífellt leitað leiða til hagræðingar á sem flestum sviðum. T.d. í sæðingum og öðru.
    Bjarni Stefánsson í Túni spurði um stuðning við gæðanautakjöt og hvort sá stuðningur væri tekinn af verðskerðingargjaldi.  Hann taldi það nokkuð annað en lagt var upp með þann sjóð í byrjun


  5. Áhrif alþjóðasamninga og inngöngu í ESB á íslenska nautgriparækt
    Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri BÍ flutti erindi. Hann sagði hafa tekist að skilgreina stuðning við sauðfjárrækt sem grænar greiðslur, en það gæti þó ekki orðið að öllu leyti áfram.  Höfuðverkurinn nú væri hvernig hægt væri að framkvæma stuðning við nautgriparæktina næstu ár. Hann sagði undanþáguákvæði varðandi tollastuðning e.t.v. varða Íslendinga mestu. Ef ekki næðust undanþágur þá mætti vænta verulegrar erlendrar samkeppni, sérstaklega í vinnsluvörum.
    Hann sagði stuðning hjá ESB  færast æ meira yfir á land frekar en beinan gripastuðning.  Aftenging stuðningsins mun verða 2005, en hægt verður að framlengja um 2 ár. Megnið verður fært yfir í grænar greiðslur, úr svokölluðu bláa boxi. Lögð verður áhersla á byggðastefnu. Fært frá stærstu búum að hluta.  Markmið að lækka verð mjólkur um 20 % á aðlögunartíma, en teknar verða upp beingreiðslur, sem bæta verðlækkunina að hluta, en slíkar greiðslur hafa ekki verið í mjólkurframleiðslu heldur greitt út á ræktun. Sigurgeir sagði kostinn við okkar kerfi vera hvað það væri einfalt.   Nýjustu tillögur ESB kalla á gífurlegt eftirlitskerfi.  Þessar breytingar eru hins vegar til að auka svigrúm innan ESB. Einnig að mæta breytingum innan WTO. Markmið að styrkjakerfið hafi sem minnst áhrif á hvað framleitt er. Reynt verður að láta hagkvæmni ráða.
    Sigurgeir sýndi dæmi um finnskt kúabú með 150.000 lítra framleiðslurétt.
    Margskyns styrkir eru þar,  t.d. út á ræktun og dýr, harðbýlisstyrkir umhverfisstyrkir ofl.
    Danir hafa nú ákveðið að taka 25% af búfjárgreiðslum út á land jarðarinnar.
    Lækkun mjólkurverðs um 20% mun hafa áhrif.  T.d. á dæmigert bú í Danmörku með yfir 1 milljón í mjólkurkvóta þýðir það kringum 5 milljónir ísl. kr. í tekjutap.

    Óvissa er nú um samninga WTO.  Varla um að ræða lausn nú fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Til athugunar er, hvaða áhrif það muni hafa á reiknaðan stuðning við landbúnaðinn, ef horfið verður frá opinberri verðlagningu.
    Sigurgeir taldi að líkindum verða hægt að koma stuðningi fyrir áfram án hruns greinarinnar.  Hins vegar líklegt að tollverndin minnki og samkeppni aukist erlendis frá af þeim sökum.

  6.  Af vettvangi Landssambands kúabænda
     Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri LK. Snorri greindi frá stöðu samninga um nýjan mjólkursamning. Enn er allt á trúnaðarstigi og því ekki hægt að greina frá undirbúningsvinnunni sjálfri. Í undirbúningsnefndinnni eru 14 aðilar frá LK, BÍ, Landbúnaðarráðuneytinu, Fjármálaráðuneytinu, SAM, SA, ASÍ og BSRB. Þessi stóri hópur vinnur nú að skýrslul um stöðu og horfur í nautgriparækt og á næstu vikum er ráðgert að sjálf samningavinnan byrji.

    Þá kom Snorri inn á stuðning við nautakjöt og hvernig stuðningurinn var fjármagnaður. Kúabændur voru hvattir til að nýta eigin sjóði, svo að ríkið gæti mögulega komið á móti síðar. Greitt var kringum 9 milljónir í stuðning á bestu flokka nautakjöts. Það fjármagn kom úr Framleiðnisjóði, Verðskerðingarsjóði og þróunarfé mjólkursamnings.


    Í desember sl. tókst að auka sölu nautakjöts um 9% og hvað Snorri skýringuna  m.a. felast í markaðsátaki kúabænda til að festa áramótin í sessi sem hátíðardag nautakjöts.


    Snorri greindi jafnframt frá í erindi sínu því helsta sem unnið er að fyrir kúabændur um þessar mundir, s.s. endurskoðun kjötmatsins, skoðun á útflutningsmöguleikum á sæði og verðeftirliti með kjöti, lyfjum, kjarnfóðri og ýmsu fleiru.


    Tekið kaffihlé.


    Orðið laust um erindi og fleira.


    Jón Viðar í Dalbæ kvaðst hafa efasemdir um að hafa gjaldskrá uppi i verktakavinnu.  Verðlag virtist vera misjafnt milli landshluta.  T.d . hærri taxtar að sjá í Eyjafirði.  Lýsti annars ánægju sinni með LK síðuna.
    Minntist á kálfaduft.  Sagði því miður fyrir sitt leyti innflutt kálfaduft mun betra en það innlenda.  Leystist fyrr upp og væri meðfærilegra.  Kvað nauðsynlegt að framleiða innlent í sömu gæðum.


    Birgir Guðmundsson mjólkurbússtjóri þakkaði boð á þennan fund. Hann svaraði  spurningu Snorra um afurðir í flugvélum að dýrt væri að pakka í litlar pakkningar, en markaður lítill.
    Hann sagði hvergi útbúið duft hér sem væri “instant”.  Uppleysanleiki væri óneitanlega mun minni hérlendis á innlendu dufti..  Enginn vélbúnaður væri hinsvegar til hérlendis í slíkt og hann væri óhemju dýr.


    Sigurlaug Leifsdóttir sagði verðlagningu í rúllun og fleiru misjafna og væri stundum viðkvæmt eða trúnaðarmál.
    Sagðist hafa spurst fyrir um sölu kjöts til mötuneyta við Kárahnjúka.   Þar hefðu þau hjónin komið að læstum dyrum og sagt að Bónus aðföng réðu þar algerlega ríkjum.  Veldi þess næði því víða.
     
    Sigurjón Hjaltason. Taldi margt óljóst í samningum framundan. Taldi einarða og “þráa “ samningamenn geta landað miklu. Einnig í alþjóðasamningum.


    Daníel Magnússon í Akbraut sagði nauðsynlegt að hita kálfdrukkinn nógu mikið til að leysa hann upp.


    Arnheiður á Guðnastöðum lýsti ánægju sína með “muuuu” herferðina og taldi hana vera að virka.


    Sigurgeir Þorgreirsson sagði okkur eiga rétt á útflutningsbótum á alþjóðavísu enn, þó sá réttur hefði ekki verið nýttur. Hann taldi t.d. að hægt hefði verið að setja algert bann við innflutningi á írskum nautalundum um árið.  Hægt hefði verið að standa á því og það hefður aðrir gert.
    Lyfjaverðlagsnefnd er til.  Hann sagðist vilja láta kanna verðlagningu á dýralyfjum.   Kom inná eftirlit með neysluvatni.  Nú væri í raun farið fram á úttekt einu sinni á ári á vatnsbólum  Vildi koma því inná borð t..d mjólkureftirlitsmanna,eða skyldra aðila til að  lágmarka kostnað hvers bónda.


    Snorri taldi mjög mikilvægt að ávallt væru íslenskar mjólkurvörur í millilandaflugvélum og að kúabændur ættu að gera kröfu til flugfyrirtækja og íslenska mjólkuriðnaðarins að hafa ávallt íslenskar mjólkurvörur um borð.
    Þá svaraði hann gagnrýni á markaðsherferð Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins, s.k. MUU-herferð. Hann hvað mælingu Gallup á herferðina athygliverða. Hæsta mæling sem gerð hefur verið og jafnframt lægsta! Markhópurinn væri ungt fólk í þéttbýli, en sumt eldra fólk væri hinsvegar ekki jafn hrifið af auglýsingunni. Nú sé verið að skoða hvort breyta þurfi auglýsingunni.
    Varðandi hugsanlegan innflutning mjólkurvara, þá sagði hann að kúabændur ættu að gera kröfu til ríkisins að sömu framleiðslukröfur til bænda viðkomandi útflutningslands og hérlendis væri gert. Ljóst væri að íslensk mjólkurframleiðsla byggi við strangari kröfur en víðast annarsstaðar og lítið réttlæti væri að heimila innflutning mjólkurvara frá löndum þar sem lítið væri hugsað um atriði eins og dýravelferð.
    Hann sagði jafnframt að nýlega hefði hann, með hópi bænda, heimsótt sláturhús í Danmörku og menn hefðu verið hissa að húsið hefði ESB vottun. Þetta væri umhugsunarefni fyrir okkur og gæfi ástæðu til að fara yfir þær kröfur sem gerðar væru til slátrunaraðstöðu hérlendis.


  7. Kosningar.


    Grétar Einarsson í Þórisholti las upp tillögur uppstillingarnefndar.
     
    Tillaga uppstillingarnefndar borinn undir fundinn, óbreytt. Samþykkt án mótatkvæða.


    FÉLGAGSRÁР FÉLAGS  KÚABÆNDA  Á  SUÐURLANDI  KOSIÐ 2004  TIL  TVEGGGJA  ÁRA.
    Ágúst Dalkvist Eystra Hrauni
    Ólafur Kristjánsson Geirakoti
    Arnar Bjarni  Eiríksson Gunnbjarnarholti.
    Jóhann Nikulásson Stóru Hildisey
    Grétar Einarsson Þórisholti
    Sigurður Loftsson Steinsholti
    Katrín Birna Viðarsd. Ásólfsskála
    Birna Þorsteinsd.  Reykjum
    Kristinn Guðnason Þverlæk.


    Varamenn.
    Sveinn  Ingvarsson Reykjahlíð
    Björn Harðarson Holti
    Ágúst Sæmundsson  Bjólu


    FULLTRÚAR Á  AÐALFUND  BSSL.
    Sigurður Loftsson Steinsholti
    Gunnar Kr. Eiríkssson Túnsbergi
    Ágúst Sæmundsson  Bjólu
    Ágúst Dalkvist Eystra Hrauni
    Arnheiður Dögg Einarsdótttir Guðnastöðum


    Varamenn
    Valdimar Guðjónsson Gaulverjabæ
    Birna Þorsteinsdótttir Reykjum
    Bertha Kvaran Miðhjáleigu
    Sigurjón Eyjólfsson Pétursey.


    FULLTRÚAR Á AÐALFUND LK 2004.
    Sveinn Ingvarsson Reykjahlíð
    Einar Haraldsson UrriðafossI
    Grétar Einarsson Þórisholti
    Sigrún Ásta Bjarnad. Stóru Mástungu
    Sigurlaug Leifsdóttir Nýjabæ
    Valdimar Guðjónsson  Gaulverjabæ
    Jóhann Nikulásson Stóru Hildisey.
    Katrín Birna Viðarsdóttir  Ásólfsskála
    Birna Þorsteinsdóttir Reykjum.


    Varamenn.
    Gunnar Eiríksson Túnsbergi
    Gunnar Sverrisson Hrosshaga
    Sigurjón Hjaltason Raftholti
    Björn Harðarson holtil
    Þórarinn Eggertsson Hraungerði
    Ólafur  Þorri Gunnarsson Bollakot
    Þorsteinnn Markússson Eystra Fíflholti
    Ólafur Helgason Hraunkoti
    Sigurður Loftsson Steinsholti


    Skoðurnarmenn reikninga
    Páll Lýðsson Litlu Sandvík
    Guðmundur Lárusson Stekkum


    Til vara.
    Rútur Pálsson Skíðbakka
    Daníel Magnússon Akbraut


     


  8. ÖNNUR   MÁL
    Karl Jónsson og Daníel Magnússon sögðu frá hugmyndum sínum og tillögu varðandi geldstöðu og afurðafóðrun.  Fjallaði hún um að hraða efnagreiningum á heyi.
    Einnig að vísbeningar sýndu að með blöndun á kalsíumklóríði saman við gróffóður batni heilsufar mjólkurkúa til muna.

    Guðmundur Lárusson  taldi vert að skoða þetta mál , en rétt væri að tilraunastöð okkar kannaði slíkt. Það væri rétti farvegurinn. Nokkrar fullyrðingar kæmu fram í tillögunni sem svona fundur gæti vart samþykkt eða synjað.


    Tillögu þeirra félaga vísað til stjórnar, til frekari úrvinnslu.
    Enginn á móti.


    Arnheiður á Guðnastöðum sagði kúakalk nú á þrotum í landinu svo til vandræða horfir fyrir kúabændur.

    Sæunn bóndi á Lágafelli.  Vildi fá könnun á meðal sláturleyfishafa á verðlagningu ungkálfa.  Hún væri mjög misjöfn.


Sigurður Loftsson formaður sleit síðan fundi og þakkaði fundarmönnum góða fundarsetu.


Valdimar Guðjónsson,
fundarritari


back to top