Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands sá 109. var haldinn 11. apríl að Félagslundi Flóahreppi. Fundurinn heppnaðist vel enda góð aðstaða til fundahalda og veitingar kvenfélagsins með því besta sem gerist. Alls mættu 40 fulltrúar af þeim 47 fulltrúum sem seturétt hafa. Fyrir utan hefðbundinn aðalfundarstörf flutti Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ ávarp og Sigurður Loftsson formaður Nautís sagði frá stöðu mála við uppbyggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti. Kosið var um 2 fulltrúa í stjórn úr Árnessýslu. Gunnar Kr Eiríksson og Helgi Eggertsson voru kosnir til næstu þriggja ára og til vara Þórunn Andrésdóttir og Ragnar F. Sigurðsson.


back to top