Aðalfundur 2010

Aðalfundur Stóra Ármóts ehf haldinn 5.11.2010



Fundurinn var haldinn i Gunnarsholti. Á fundinum voru eftirtaldir kjörnir í stjórn Stóra Ármóts ehf, Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Egill Sigurðsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Eiríksson, og Jón Jónsson. Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri sat einnig fundinn.

Farið var yfir ársreikning Stóra Ármóts ehf. Rekstrartekjur námu alls 44,4 milljónum kr. Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi er í árslok 48,2 milljónir kr.



1. Ársreikningurinn var þá borinn undir aðalfundinn og samþykktur samhljóða.


2. Sveinn lagði fram tillögu um að senda inn tilboð í allt að 15 þúsund lítra af greiðslumarki mjólkur í kvótamarkaðinn. Stjórnin samþykkti tillöguna.


3. Umræður urðu um framtíð Stóra Ármóts og rætt um að bæta of þrönga geldneytaaðstöðu. Samþykkt að fela Sveini og tilraunastjóra að huga að tillögum um endurbætur.




Fundi slitið,
Sveinn Sigurmundsson


back to top