Aðalfundur 2009

Aðalfundur Stóra Ármóts ehf haldinn 26.03.2009

Fundurinn var haldinn á Selfossi í fundarsal Búnaðarsambandsins. Guðbjörg Jónsdóttir formaður var í veikindaleyfi. Egill Sigurðsson gegnir formennnsku á meðan. Aðrir á fundinum voru Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Eiríksson, Helgi Eggertsson varamaður og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri. Þá voru mættir á fundinn Arnór Eggertsson löggiltur endurskoðandi, Ólafur Þór Þórarinsson og Ólafur Kristjánsson skoðunarmaður.

1. Farið var yfir ársreikning Stóra Ármóts ehf. Rekstrartekjur námu alls 39,4 milljónum kr. Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi er í árslok 44.3 milljónir kr. Stjórn félagsins leggur til að með tap ársins kr. 1,8 milljónir kr og breytingar á eigin fé verði farið eins með og fram kemur í skýringum. Stjórn Stóra Ármóts ehf og framkvæmdasstjóri staðfestu þá reikninginn með undirritun sinni.


2. Ársreikningurinn var þá borinn undir aðalfundinn og samþykktur samhljóða.


Fundi slitið
Guðni Einarsson.


back to top