Aðalfundur 2004

Aðalfundur í Stóra-Ármóti ehf. haldinn þann 6. maí 2004 í húsnæði Búnaðarsambandsins. Mættir voru Þorfinnur Þórarinsson, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson, Guðmundur Stefánsson og Guðni Einarsson. Þá var einnig mættur Sveinn Sigurmundsson.

1. Ársreikningur 2003 Rekstrartekjur voru 33,2 millj., tap ársins 1,0 millj. eigið fé 30,7 millj. skuldir 51,4 millj.og skuldir og eigið fé 82,1 millj. Kr. Reikningurinn var samþykktur.
2. Stjórnarkjör. Formaður var kjörin Þorfinnnur Þórarinsson, varaformaður Eggert Pálsson, ritari Guðmundur Stefánsson og meðstjórnendur Egill Sigurðsson og Guðni Einarsson. Endurskoðandi var kosinn Arnór Eggertsson hjá Deloitte.
3. Rætt um kaupin á heilfóðurkerfinu og önnur vélakaup.

Fleira var ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið.

Guðmundur Stefánsson fundarritari.


back to top