Aðalfundur 2003

Aðalfundur Stóra Ármóts ehf. 8. maí 2003.

Lagðir voru fram ársreikningar Stóra-Ármóts ehf. undirritaðir af stjórn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda. Rekstrartekjur voru 26,7 millj.kr. Eigið fé í árslok var 31,6 millj.kr. Stjórnin leggur til að tap ársins kr. 8 393 959 verði yfirfært til næsta árs. Það var samþykkt og einnig reikningarnir í heild sinni.

Stjórn og varastjórn var endurkosin.

Farið yfir starfsemi búsins, sem er eina búið sem er í virku tilraunastarfi í nautgriparækt . Rætt var m.a. um að hafa opinn dag til kynningar á tilraunabúinu í sumar og um eflingu jarðræktar og jarðræktartilrauna þar.

Stefnt að því að ræða við forsvarsmenn ORFS ehf. um hugsanlegt samstarf.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Guðmundur Stefánsson, fundarritari.


back to top