Aðalfundur 2000

Fundargerð


Þann 25. apríl 2000 var haldinn aðalfundur Stóra-Ármóts ehf.

Á fundinum var stórn Búnaðarsambands Suðurlands, sem er eigandi Stóra-Ármóts ehf. og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.



  1. Kosin var ný stjórn Stóra-Ármóts ehf. Kosnir voru: Þorfínnur Þórarinsson formaður, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson, Valur Oddsteinsson og Guðmundur Stefánsson.
  2. Sveinn fór yfir málefni tilraunabúsins. Taldi fjárhagsstöðu þess góða. Athyglisverð niðurstaða hefur fengist þar um rúllufóður og hvernig kjarnfóður hentar með því.
  3. Opinn dagur var á Stóra-Ármóti sem tókst mjög vel.
  4. Mörkum þarf að koma á hreint gagnvart Laugardælalandi vegna borana eftir heitu vatni þar.
  5. Fram kom áhugi á að á Stóra-Ármóti verði þróað gæðastýringarkerfi í mjólkurframleiðslu í samstarfi við MBF.

Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Guðmundur Stefánsson
fundarritari


back to top