7. fundur 2006

Stjórnarfundur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, haldinn 27. október 2006. Byrjað var á heimsókn í Þorleifskot kl 11.00. Fyrst var nautauppeldisstöðin heimsótt og þá var litið á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands en þar hafa staðið yfir endurbætur. Að því loknu var haldið á skrifstofu sambandsins.
Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Ragnar Lárusson, Guðni Einarsson, og Egill Sigurðsson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri. Guðmundur Stefánsson boðaði forföll.


1. Grétar Hrafn mætti og fór yfir þróun mála varðandi undirbúning að byggingu flatgryfju á Stóra Ármóti. Kostnaðaráætlun verður lögð fram á næstunni. Ákveðið var að hafa opið hús á Stóra Ármóti næsta vetur.

2. Sveinn kynnti hugmyndir um kaup á klaufskurðabás sem yrði rekin á vegum Kynbótastöðvarinnar. Stjórnin var því samþykk en lagði áherslu á þjálfun starfsmanna sem myndi annast klaufskurðinn.

3. Páli Lýðssyni var haldið samsæti í tilefni af 70 ára afmæli hans að því loknu farið í heimsókn að Austur Meðalholtum og “ Íslenski bærinn” skoðaður.

4. Formaður lagði fram ýmsar hugmyndir um hvað gera ætti á afmælisárinu 2008. Í tengslum við þær var tekið fyrir bréf frá bæjarstjórn Árborgar um fyrirhugaða landbúnaðarsýningu 2008. Stjórnin hefur fullan hug á því að koma að málinu og hugsanlega að fella fyrirhugaða kúasýningu inn í hana ef af verður.

5. Stefnt verður að því að halda formannafundinn föstudaginn 8. desember að Árhúsum Hellu. Framkvæmdastjóra og formanni falið að undirbúa dagskrá.

6.  Sveinn fór yfir ýmislegt af vettvangi Búnaðarsambandsins. Ákveðið var að huga að aðgangi að kortagrunni þeim sem B.Í samdi um fyrir skömmu og athuga með kaup á staðsetningartæki.


Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið.


Sveinn Sigurmundsson ritaði fundargerð


back to top