6. fundur 2007

Þann 30. ágúst 2007 var haldinn stjórnarfundur BSSL á Hlíðarenda á Hvolsvelli. Fyrirhugað var að halda fundinn á Höfn í Hornafirði en ekki var flugfært frá Bakka.

Þessir voru mættir: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Guðni Einarsson Ragnar Lárusson og Guðmundur Stefánsson.Einnig sat fundinn Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

Fyrir var tekið:


  1. Þorfinnur greindi frá fundi undirbúningsnefndar um staðarval fyrir landbúnaðarsýningu 2008. Á þann fund mættu fulltrúar frá Rangárbökkum og undirbúningshóps vegna reiðhallar á Selfossi. Ákveðið var að fresta ákvörðun um staðarval um mánuð en þá munu frekari upplýsingar liggja fyrir.

  2. Samkvæmt tillögu frá síðasta aðalfundi um endurskoðun á starfsemi BSSL var ákveðið að skipa eftirtalda aðila í nefndina: Berg Pálsson, Sigurð Loftsson og Sigríði Jónsdóttur samkvæmt tilnefningu frá búgreinafélögunum og að auki Egil Sigurðsson og Guðbjörgu Jónsdóttur. Agli falið að kalla nefndina saman.

  3. Rætt var um viðburði á afmælisári. Ráðgerðar eru utanlandsferðir, sem yrðu sérhæfðar fyrir einstakar búgreinar. Fyrir lágu drög að ferðaáætlun fyrir kúabændur til Hollands.

  4. Farið yfir stöðu á ritun á sögu Búnaðarsambandsins.

  5. Líkur eru á að klaufskurðarbásinn komi í september, en oft honum hefur seinkað áður.

  6. Sveinn kynnti samning Bændasamtakanna við Loftmyndir um vefrænan aðgang bænda að loftmyndum . Túnkort eftir þeim yrðu gerð gegn föstu gjaldskrárverði. Sveini falið að undirbúa gjaldskrá.

  7. Rætt um hauststörfin, hrútasýningar, jarðabótaúttekt o.fl.

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið.

Guðmundur Stefánsson, fundarritari


back to top