5. fundur – haldinn 18. október 2017

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson Gunnar Kr. Eiríksson. formaður, Sigurjón Eyjólfsson og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Fundurinn byrjaði á vettvangsgöngu og skoðun við byggingarframkvæmdir einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti svo var farið að Stóra Ármóti og breytingar á fjósinu skoðaðar.

1. Einangrunarstöðin
a. Staða framkvæmda; Múrverki er lokið, málningarvinnu í kúahlutanum er lokið, raflagnavinna langt komin og verið að skrúfa upp básainnréttingar.
b. Fósturvísar og kýr; Búið er að festa kaup á 36 kúm og flytja þær á staðinn og beðið er eftir fósturvísunum sem verða fluttir til landsins um leið og niðurstöður úr blóðsýnatöku liggur fyrir
c. Kostnaður og kostnaðaráætlun; Rúmlega 100 milljónir hafa farið í verkefnið í dag en ný og uppfærð kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir kostnaði upp á 157 milljónir. Vöntun er rúmar 30 milljónir en áður hafa fengist 126,4 milljónir. Eigendur Nautís þurfa að leggja þetta fjármagn til.
d. Beiðni um lán skv áðursendu erindi til stjórnar. Eigendum Nautís sem eru BÍ, Lk og BSSL hefur verið sent erindi um framkvæmdir, kostnaðaráætlun og aukna fjárþörf. Stjórnin samþykkti að verða við erindinu sem hljóðar upp á rúmar 10 milljónir á hvern eigenda með þvi fororði að aðrir eigendur kæmu einnig með fjármagn.

2. Framkvæmdir á Stóra Ármóti. Unnið hefur verið að breytingum á fjósinu úr básafjósi í lausagöngufjós með legubásum. Framkvæmdir hófust í ágúst og nú um miðjan október er þeim lokið að mestu og kýrnar komnar inn. Kostnaður er vel innan marka kostnaðaráætlunar.

3. Sauðfjársæðingastöðin
a. Framkvæmdir. Skipt var um gólfgrindur í hrútahúsi og unnið að viðhaldi á stíum.
b. Gjaldskrá í haust. Sveinn kynnti hóflega hækkun á sæði í haust. Minnst hækkun til þeirra sem sæða mest.
c. Nýjir hrútar. Hrútar sem koma nýjir inn á stöð eru ennþá fyrir vestan vegna þess að endurtaka þurfti svörun sem kom fram í blóðsýnum en eru að öllum líkindum falssvörun

4. Kynbótastöðin
a. Sperm Vital. Sæði sem er meðhöndlað af norðmönnum þannig að það eykur líftíma sæðis fer í kúta frjótækna á næstunni. Til að byrja með verður þetta sæði á sama verði og annað
b. Sæðingaárangur. Fanghlutfall í kúasæðingum hefur verið gott það sem af er ári. Hugsanlega vegna nákvæmari vinnubragða við meðhöndlun sæðis á Nautastöðinni en það skýrist fljótlega

5. Undirritanir vegna stofnunar ehf hjá okkur.
Enn þurfti undirritanir stjórnar vegna stofnunar Kynbótastöðvar ehf og sneri það að bankareikningum.

6. Úttektir og vinna v. jarðræktarstyrkja og landgreiðslna. Verulega auknir fjármunir eru til bænda eða 369 milljónir í jarðræktarstyrki og 247 milljónir í landgreiðslur sem er nýtt. Skilyrði fyrir styrk er að til sé viðukennt túnkort og viðkomandi aðili skrái uppskeru í jörð. Veruleg vinna er framundan hjá Búnaðarsambandinu en 6 starfsmenn munu koma að því verki

7. Breyting á löggiltum endurskoðanda. Vegna mikils kostnaðar við endurskoðun reikninga félagsins var ákveðið að leita annarra leiða og þá einkum að fá löggiltan endurskoðanda sem aðstoðaði okkur við að vinna reikningana meira sjálf.

8. Innheimta félagsgjalda. Sveinn fór yfir væntanlega innheimtu félagsgjalda en amk 2 aðildarfélög hafa ákveðið óskað eftir því að Búnaðarsambandið sjái um innheimtu á félagsgjaldi því sem renna á til sambandsins.

9. Fundur með búnaðarþingsfulltrúum. Stjórn Búnaðarsambandsins ákvað að boða búnaðarþingsfulltrúa á fund föstudaginn 3. nóvember til að fara yfir það helsta sem brennur á bændum um þessar mundir.

10. Önnur mál. Sveinn greindi frá því að Búnaðarfélag Þingvallahrepps hefði verið lagt niður en flestir félagarnir munu ganga í Búnaðarfélag Bláskógabyggðar

Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson


back to top