5. fundur 2007

Þann 5. júlí 2007 var haldinn stjórnarfundur Bssl. á skrifstofu félagsins.

Þessir voru mættir: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Guðni Einarsson Ragnar Lárusson og Guðmundur Stefánsson.Einnig sat fundinn Sveinn Sigurmundsson framkvæmdarstjóri.

Fyrir var tekið:


  1. Rætt um þá hugmynd að hesthúsbyggingu á Stóra-Ármóti, sem rædd var á stjórnarfundi þ.8.maí sl. Vegna lítils áhuga frá búgreininni og LBHÍ var ákveðið að halda ekki áfram með þess áform.

  2. Lögð fram og samþykkt tillaga um stofnun lóðar um sauðfjársæðingastöðina en hún hefur verið inna á sameiginlegri lóð með nautkálfauppeldisstöð BÍ.

  3. Rætt um landbúnaðarsýninguna afmælisárið 2008.

  4. Farið yfir starfsemina, Sveinn fór yfir starfsmannahaldið. Hann ræddi fyrirkomulag hrossaskoðunar í vor og ákvörðun sýningargjaldanna. Skafti Bjarnason og Ólafur Þórarinsson komu inn á fundinn og skýrðu stöðu bændabókhaldsins. Egill spurði um túnkortagerð og taldi þörf á þeirri þjónustu. Sveinn skýrði frá nýjum möguleikum í túnkortagerð í haust.

  5. Erindi um fjárstyrk frá ,,Íslenska bænum”. Samþykkt að veita 50 þús.

  6. Rædd voru húsnæðismál í sambandi við tilboð um húsnæði.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.

Guðmundur Stefánsson, fundarritari


back to top