5. fundur 2002

Fundargerð

Stjórnarfundur Búnaðarsambands Suðurlands.
haldinn í fundarsal Búnaðarsambandsins 25. júní 2002



Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson, Guðmundur Stefánsson og Guðni Einarsson ásamt framkvæmdastjóra Sveini Sigurmundssyni.


  1. Rætt um breytingar á skrifstofuhúsnæðinu og tillögur sem borist hafa um nafn á húsnæðið.
  2. Guðmundur Jóhannesson ráðunautur skýrði frá undirbúningi sýningarinnar ,,KÝR 2002” í Ölfushöllinni laugardaginn 31.ágúst.
  3. Starfsemin:

    1. Mikil aukning var í kynbótasýningum hrossa í vor, þær taka mikinn tíma og mannskap og þarf að huga að því hvort hægt sé að koma meiri á meiri vinnuhagræðingu í kringum sýningarnar.
    2. Vaxandi eftirspurn er eftir þjónustu hjá Bændabókhaldinu og við því þarf að bregðast. Einnig þarf að endurskoða gjaldskrána. Umtalsvert áreiti var alltaf vegna gamla Búbótarforritsins. Stjórnin lítur svo á að þjónustu við nýja Búbótar-forritið beri Bændasamtökunum að greiða af innheimtum þjónustugjöldum sínum. Leitað verði eftir samningum þar um.
    3. Kúaskoðun hefur staðið yfir og er langt komin.

  4. Fegurri sveitir: Búnaðarsamband Suðurlands er aðili að verkefninu ,,Fegurri sveitir”. Stjórnin leggur af gefnu tilefni áherslu á heilnæmt vatn í bithögum og þarf að kynna fyrir mönnum hvaða möguleikar eru fyrir hendi í þeim efnum.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt

Guðmundur Stefánsson,
fundarritari.


back to top