4. fundur 2004

Fundargerð

Stjórnarfundur í Búnaðarsambandi Suðurlands haldinn þann 24. júní 2004 í húsnæði Búnaðarsambandsins. Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson, Guðmundur Stefánsson og Guðni Einarsson. Þá var einnig mættur Sveinn Sigurmundsson.



  1. Riðuvarnir í Árnessýslu. Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir kynnti stöðu riðumála í Árnessýslu. Hún gerði grein fyrir sögu veikinnar og líklegum smitleiðum og hvar og hvenær hefur verið skorið niður. Þá fjallaði hún um fyrirbyggjandi aðgerðir og búhætti sem hamla útbreiðslu veikinnar og helstu reglur sem í gildi eru um þessi mál.

  2. Sunna. Runólfur Sigursveinsson  kynnti þær niðurstöður sem komnar eru úr Sunnuverkefninu sl. ár. Uppgjör 40 kúabúa sýnir 66% framlegð sem er hækkun frá því sem verið hefur, hún er þó mjög breytileg milli búa. Umframmjólk var minni og ýmsir kostnaðarliðir hafa lækkað pr. lítra. Rætt var um þróun kúabúskapar og heyverkunar, bæði rekstrarlega og tæknilega.

  3. KÝR 2004. Guðmundur Jóhannesson kynnti undirbúning sýningarinnar KÝR 2004, sem er fyrirhuguð í Ölfushöll þann 28.ágúst nk. Einnig sögðu hann og Sveinn frá kvíguskoðunni í ár.

  4. Írlandsferð ráðunauta. Guðmundur Jóhannesson sagði frá fyrirhugaðri ferð á vegum Hagsmunafélags héraðsráðunauta til Írlands í byrjun september. Hún er að talsverðu leyti kostuð af endurmenntunarsjóði héraðsráðunauta.

  5. Fóðurbúnaður á Stóra-Ármóti. Sveinn kynnti stöðu mála á Stóra-Ármóti. Reiknað er með að heilfóðurbúnaðurinn verði settur upp í haust. Lögð var fram fundargerð frá Fagráði í nautgriparækt frá 19. maí sl. þar sem fram kemur að umsókn um framlag úr þróunarsjóði nautgriparæktar til heilfóðurbúnaðarins er hafnað á þeim forsendum að ekki sé veitt framlag til fjáfestinga. Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands lýsir undrun sinni á afgreiðslu fagráðsins þar sem fram kemur fyrr í fundargerðinni að framlag er veitt til fjárfestinga. Framkvæmdastjóra falið að endurnýja umsóknina í samráði við stjórn.

  6. Kybótasýningar hrossa. Sveinn sagði frá kynbótasýningum hrossa.

  7. Útboð á fánastöngum og ljósastaurum. Sveinn skýrði frá fyrirhuguðum útboðum á fánastöngum og ljósastaurum.

  8. Djúpfryst hrútasæði.Sveinn skýrði frá tilraunum með djúpfryst hrútasæði, sem gefur góðar vonir um að hægt sé að endurskipuleggja sauðfjársæðingarnar, einkum á landsvæðum þar sem samgöngur eru erfiðar.

  9. Búvélaleiðbeiningar. Guðmundur ræddi um búvélaleiðbeiningar og taldi þær þyrftu að vera markvissari.

  10. Grasmaðkur. Sveinn skýrði frá ágangi grasmaðks á skaftfellskum heiðum.

Fleira var ekki gert fundargerð lesin og samþykkt og fundi slitið.


Guðmundur Stefánsson fundarritari.


back to top