3. fundur – haldinn 8. apríl

 Stjórnarfundur BSSL 3/2014.

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal BSSl mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson, Jón Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttir formaður og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Ólafur Þór Þórarinsson og Jón Rafnar Þórðarson sátu fundinn þegar farið var yfir reikninga sambandsins.

1. Rekstrartekjur fyrirtækjanna fyrir utan Stóra Ármót er 189,4 milljónir sem er minnkun frá fyrra ári eða úr 238 milljónum. Rekstrargjöld eru 185,7 milljónir og rekstrarhagnaður 3,7 milljónir. Fjármagnsliðir skila 6,5 milljónum og dótturfélagið eða Stóra Ármót skilar 7,4 milljónum. Þá reiknast tekjuskattur upp á 3,7 milljónir. Lokaniðurstaðan er því hagnaður upp á 13,9 milljónir. Samkvæmt efnahagsreikningi eru heildareignir 270 milljónir króna en eigið fé í árslok var 232.7 milljónir. Veltufjármunir eru 156 milljónir í árslok. Veltufé frá rekstri er 9,3 milljón á móti 8,1 milljón sem reksturinn tók til sín í fyrra. Til að átta sig á stöðu Búnaðarsambandsins verður að skoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Bændabókhaldið veltir 26 milljónum og er við núllið í rekstrarniðurstöðu. Velta Sauðfjársæðingastöðvarinnar er rúmar 13 milljónir og hagnaður upp á 300 þúsund. Kynbótastöðin veltir 91,5 milljónum. Heildargjöld 85,7 milljónir og tekjur 5,7 milljónir en að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagnaðurinn 8,1 milljón. Á rekstri Búnaðarsambandsisns urðu miklar breytingar á síðasta ári. Tekjur lækkuðu um 50 milljónir eða í 72,9 milljónir sem skýrist af því RML var stofnað og yfirtók hluta af starfseminni. Heildargjöld Búnaðarsambandsins voru 74,2 milljónir og því tap upp á 1,2 milljónir. Þegar búið er að taka tillit til fjármagnsliða, dótturfélags og skatta þá er lokaniðurstaðan hagnaður upp á 5,6 milljónir. Reksturinn á Stóra Ármóti gekk vel. Rekstrartekjur upp á 48,7 milljónir, rekstrargjöld 41 milljón og hagnaður því 7,4 milljónir þegar búið er að taka tillit til skatta. Ef samstæðureikningurinn við Stóra Ármót er skoðaður þá er heildarveltan 238 milljónir og bókfærðar eignir 280 milljónir. Að lokinni yfirferð þá skrifuðu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri undir reikningana

2. Þá var tekin fyrir umræða um fyrirhugaðan aðalfund föstudaginn 11. apríl. Ákveðið var að skipta fundinum upp í nefndarstörf og hafa allsherjarnefnd, fjárhagsnefnd og félagsmálanefnd. Stjórnin óskaði eftir því við Gunnar Kr. Eiríksson að hann taki að sér að stýra aðalfundinum. Gestir fundarins verða Jón Baldur Lorange sem verður með erindi um fyrirhugaða Búnaðarstofu og verkefni hennar. Þá mætir Eiríkur Blöndal og ávarpar fundinn. Frá stjórn koma eftirfarandi tillögur;
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Flúðum þann 11. apríl samþykkir að heimila stjórn að hefja viðræður við Búnaðarsamband Austurlands um að Kynbótastöð Suðurlands taki yfir rekstur kúasæðinga á Austurlandi um næstu áramót. Til að átta sig betur á rekstrinum er lagt til að fyrst um sinn verði hann aðskilinn frá rekstri Kynbótastöðvar Suðurlands.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn í Félagsheimili Hrunamanna, Flúðum 11. apríl 2014, samþykkir að árgjald til Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2014 verði alls kr. 2.000,- á félagsmann.

Greinargerð:
Stjórn BSSL telur eðlilegt að árgjald félagsmanna standi sem næst undir kostnaði við aðalfund og stjórnarstörf. Á síðasta ári var sá kostnaður 3.3 milljónir. Félagar í dag eru 1550 og þá mundi þetta skila rúmlega 3 milljónum á ári.

3. Greint var frá hugmyndum um að byggja íbúðarhúsnæði ofan á skrifstofur Búnaðarsambandsins. Framkvæmdastjóri fylgist með og gætir hagsmuna sambandsins en ákvarðanir verða lagðar fyrir stjórn.
4. Undir liðnum önnur mál greindi Guðbjörg Jónsdóttir frá því að hún muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn BSSL þar sem hún muni bregða búi nú í vor.

Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson

 


back to top