3. fundur – haldinn 5. apríl

Stjórnarfundur BSSL 3/2016.

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal BSSl mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson formaður, Jón Jónsson, Helgi Eggertsson og Gunnar Kr. Eiríksson. Auk þess mættu Ólafur Þór Þórarinsson og Jón Rafnar Þórðarson fyrir hönd Deloitte og sátu fundinn meðan reikningarnir voru til umfjöllunar. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.
1. Farið var yfir reikninga Búnaðarsambandsins og þeir undirritaðir að því loknu. Rekstrartekjur fyrirtækjanna fyrir utan Stóra Ármót er 206,6 milljónir sem er aukning frá fyrra ári úr 195,5 milljónum. Rekstrargjöld eru 216,3 milljónir og er því rekstrartap 9,6 milljónir. Fjármunaliðir skila 9,3 milljónum og Stóra Ármót kemur út með 1,6 milljón króna hagnað. Tekjuskattur er 95 þúsund. Lokaniðurstaðan er því hagnaður upp á 1,4 milljón. Samkvæmt efnahagsreikningi aukast eignir lítillega eða úr 279,4 milljónir króna í 281.8 milljónir í árslok.Veltufjármunir eru nánast óbreyttir eða 141 milljónir í árslok. Veltufé til rekstrar er 2,8 milljónir sem er það sem reksturinn tekur til sín. Rekstratap er á öllum fyrirtækjunum. Bændabókhaldið veltir 27 milljónum og er með 1,5 milljóna tap. Sauðfjársæðingastöðin veltir 14 milljónum og tap upp á 832 þúsund. Veltuaukning var hjá Kynbótastöðinni um rúmar 20 milljónir og fer í 120 milljónir, aðallega vegna sæðinganna á Austurlandi. Rekstrartap er 1, 8 milljónir. Rekstur Búnaðarsambandsins heldur áfram að dragast saman og er veltan nú tæpar 69 milljónir. Rekstrartap 5,4 milljónir en að teknu tillliti til fjármagnsliða og dótturfélags lagast staðan og þá er hagnaðurinn 1,8 milljónir. Rekstrartekjur á Stóra Ármóti voru 56 milljónir. Rekstrargjöld eru 54,3 milljónir og hagnaður því 1,6 milljónir þegar búið er að taka tillit til skatta og fjármagnsliða. Ef samstæðureikningurinn við Stóra Ármót er skoðaður þá er heildarveltan 262 milljónir og bókfærðar eignir 293 milljónir.
2. Þá var undirbúningur fyrir aðalfund sem verður að Höfðabrekku 14. apríl tekinn fyrir tekinn fyrir. Á fundinn mætir Örn Bergsson Hofi fyrir hönd Landssamtaka landeigenda LLÍ og kynnir samtökin og helstu málefnin sem þau vinna að. Þá er leitað eftir því að venju að formaður eða framkvæmdastjóri BÍ mæti og flytji ávarp. Jón Jónsson Prestsbakka mun stýra fundi og Helga Sigurðardóttir rita fundargerð. Fram kom að Jón Jónsson mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn BSSL.
3. Í lok mars var Nautgriparæktarmiðstöð Íslands ehf kt 630115-2210 (Nautís) falið að sjá um rekstur einangrunarstöðvar fyrir holdanautagripi eins og sjá má í 3. gr. samþykktanna.
„Tilgangur félagsins er rekstur einangrunarstöðvar fyrir holdanaut, framleiðsla og dreifing nautasæðis til kynbótastöðva, inn- og útflutningur erfðaefnis nautgripa, sala á kynbótagripum, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og annar skyldur atvinnurekstur.“

Félagið er rekstrarfélag í eigu Bændasamtaka Íslands, Landssambands Kúabænda og Búnaðarsambands Suðurlands.

Stjórn félagsins er skipuð;
Sigurður Loftsson Steinsholti formaður f.h. LK
Gunnar Kr. Eiríksson Túnsbergi f.h. BSSL
Sveinbjörn Eyjólfsson Hvanneyri f. h. BÍ

Framkvæmdastjóri og prókúruhafi er Sveinn Sigurmundsson Búnaðarsambandi Suðurlands.
Umsjónardýralæknir er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Nautastöðvar B.Í.

Markmiðið er að mynda ræktunarkjarna af holdanautagripum og að allir nautgripabændur á landinu eigi kost á að fá erfðaefni af því.

Formaður sleit þá fundi.
Sveinn Sigurmundsson


back to top