3. fundur 2008 – 29. apríl

Þann 29. apríl 2008 var haldinn stjórnarfundur Bssl. á skrifstofu sambandsins.
Þessir voru mættir: Egill Sigurðsson, Ragnar Lárusson, Guðni Einarsson, Gunnar K. Eiríksson og Guðbjörg Jónsdóttir. Einnig sat fundinn Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

  1. Stjórn skiptir með sér verkum.
    Formaður: Guðbjörg Jónsdóttir 3 atkvæði , Guðni Einarsson 2 atkvæði
    Varaformaður: Egill Sigurðsson
    Ritari: Guðni Einarsson 3 atkvæði, Gunnar kr. Eiríksson 2 atkvæði
  2. Tillögur frá aðalfundi.
    Tillaga 1. Vísað til Stjórnar Stóra-Ármóts og tilraunastjóra.
    Tillaga 2. Send Landbúnaðarráðherra og kynnt á fundi sem Bændasamtökin halda seinna í dag sem afstöðu aðalfundar BSSL og stjórnar BSSL.
    Tillaga 3. Ræða við Brunavarnir Árnessýslu varðandi fræðslu og leiðb.
    Tillaga 4. Vísað til stjórnar.
    Tillaga 5. Vísað til fjármálaráðherra
    Tillaga 6. Send Umhverfisráðherra og Framkvæmdanefnd Búvörusamninga.
    Tillaga 7. Send Matvælastofnun.
    Niðurstaða nefndar um endurskoðun á starfssemi Búnaðarsambands Suðurl.
    Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu
  3. Framkvæmd aðalfundar og skilaboð hans. Töluverðar umræður urðu um framkvæmd og þau skilaboð sem fram komu á fundinum.
  4. Útgáfa bókar v. 100 ára afmælis. Vegna fráfalls Páls Lýðssonar sem vann að bókinni mun Lýður Pálsson taka við af föður sínum og ljúka við bókina ásamt starfsmönnum Búnaðarsambandsins. Stefnt að því að bókin komi út fyrir landbúnaðarsýningu í sumar.
  5. Landbúnaðarsýning. Jóhannes Hr. Símonarsson gerði grein fyrir stöðu mála.
  6. Starfsemi framundan og starfsmannahald. Sveinn gerði grein fyrir starfsmannahaldi og því starfi sem framundan er.
  7. Önnur mál. Egill ræddi um fundaáætlun . Samþykkt að Sveinn komi með áætlun fyrir næsta fund. Rætt um afmælisdaginn 6. júli. Guðbjörgu og Sveini falið að skoða málið.

Fundargerðin upplesin og samþykkt,

Guðni Einarsson, fundarritari.


back to top