3. fundur 2002

Stjórnarfundur í Stóra-Ármóti ehf.


Föstudaginn 1.nóvember 2002 var haldinn stjórnarfundur Stóra-Ármóts ehf. í húsi BSSL  á Selfossi.

Mættir voru bæði aðalmenn og varamenn: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Eggert Pálsson, Guðmundur Stefánsson, Guðni Einarsson, Helgi Eggertsson, Ragnar Lárusson, Ólafur Eggertsson, Þórhildur Jónsdóttir, María Hauksdóttir og framkvæmdastjórinn Sveinn Sigurmundsson. Á fundinn kom einnig Sigurður Loftsson, formaður FKS.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega varamenn sem alllir voru boðaðir að þessu sinni.


1. Sveinn fór nokkrum orðum um fjárhagsstöðu Stóra-Ármóts ehf. Einnig fór hann yfir nokkur smærri framkvæmdaverkefni.

2. Grétar Hrafn, tilraunastóri, fór yfir tilraunastarfsemina. Í gangi hefur tilraun með áhrif fóðrunar á efnasamsetningu mjólkur. Fyrirhuguð er tilraun með áhrif fóðrunar í geldstöðu og í byrjun mjaltaskeiðs á afurðir, heilsufar og frjósemi. Einnig er unnið að gerð gæðahandbókar fyrir rekstur kúabús. Rætt var um nauðsyn þess að kynna vel niðurstöður tilraunanna fyrir bændum.

3. Guðmundur sagði frá gerð aðalskipulags fyrir Hraungerðishrepp, en það snertir jörðina á Stóra-Ármóti.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Guðmundur Stefánsson, fundarritari


3. fundur 2002

(meira…)


back to top