3. fundur 2001

Fundargerð



Þann 10 maí var haldinn stjórnarfundur í Stóra-Ármóti ehf í húsi Búnaðarsamband Suðurlands.

Mættir voru stjórnarmenn Búnaðarsambands Suðurlands, Þorfinnur Þórarinsson, Guðni Einarsson, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson og Guðmundur Stefánsson. 



  1. Kosning stjórnar: Stjórnarmenn Búnaðarsambands Suðurlands og varamenn þeirra voru kosnir stjórnarmenn og varastjórnarmenn Stóra-Ármóts ehf. Þorfinur Þórarinsson var endurkjörinn formaður, Eggert Pálsson endurkjörinn varaformaður og Guðmundur Stefánsson ritari. 

  2. Fyrir lá uppsögn frá núverandi bústjóra á Stóra-Ármóti og ákveðið að auglýsa eftir nýjum.

  3. Ákveðið að fá álit endurskoðanda á áframhaldi þess að fullnusta stofnun einkahlutafélagsins.

  4. Ályktun frá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu um aðbúnað fjárins á Stóra-Ármóti. Frestað til næsta fundar. 

  5. Rætt um ræktunarkjarnann á Stóra-Ármóti og nýtingu á honum í sambandi við rannsókn á getu íslensku kýrinnar og hvaða fjármagn mundi fylgja því. Talið nauðsynleg halda þessu máli vel vakandi og framkvæmdastjóra falið að skrifa Ágúst Sigurðssyni formanni nefndar um ræktunarátak um íslensku kúna og óska eftir fundi um málið.

  6. Rætt um veiðihúsið og laxveiðina og fyrirkomulag á gæsaveiði sem þyrfti að vera með öðrum hætti.


Fundargerð upplesin og samþykkt.


Guðmundur Stefánsson
fundarritari


3. fundur 2001

(meira…)


back to top