2. fundur 2011 – haldinn 31. mars

Stjórnarfundur BSSL 2/2011

Fundinn sem haldinn var á Selfossi sátu, Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og auk þess Arnór Eggertsson endurskoðandi, skoðunarmennirnir Hrafnkell Karlsson og Ólafur Kristjánsson, Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri og Ólafur Þór Þórarinsson.

  1. Ársreikningur 2010. Á árinu 2010 var hagnaður 2,2 milljónir króna. Stjórn samtakanna leggur til að hann verði færður til hækkunar á eigin fé eins og fram kemur í skýringum ársreiknings. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir 238,9 milljónum króna. Eigið fé í árslok nemur 209,2 milljónum króna og hækkar á árinu um 2,6 milljónir króna. Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands staðfestir hér með ársreikning ársins 2010 með undirritun sinni.
  2. Undirbúningur fyrir aðalfund. Sveinn kynnti þá hugmynd að reyna að fá virkari umræðu um faglegt starf hjá Búnaðarsambandinu með það fyrir augum að fá virkari þátttöku fundarmanna. Egill vill fá formann Bændasamtakanna til að fjalla um vinnu þeirra út af aðildarviðræðum vegna inngöngu í ESB.
  3. Sala á hlutabréfum. Búnaðarsambandið seldi hlutabréf sín í Orf Líftækni fyrir 2,7 milljónir en á sínum tíma var 1,5 milljón nýtt úr afmælisgjafasjóði til kaupanna. Umræður urðu um hvað gera skyldi við peningana en engin ákvörðun tekin.
  4. Kostnaður vegna eldgossins. Sveinn fór yfir umsóknir í Bjargráðsjóð og forsætisráðuneytið útaf kostnaði v. eldgossins á síðasta ári og fór yfir erindi um gosið sem hann var með á Fræðaþingi..
  5. Bótagreiðslur úr Bjargráðsjóði vegna eldgossins. Á fundinn mættu Hildur Traustadóttir og Árni Snæbjörnsson frá Bjargráðasjóði. Pétur Halldórsson og Runólfur Sigursveinsson. Farið var yfir bótagreiðslur sem sjóðurinn hefur greitt og þá varð umræða um frest til umsókna um bætur vegna eldgossins fram yfir 7. maí sem áður var tiltekinn sem lokafrestur sbr ályktun stjórnar Búnaðarsambandsins frá 21. janúar sl. Hildur mun fara á fund ráðherra eftir helgi og þá ættu þau mál að skýrast.
  6. Veiði á Stóra Ármóti. Tilboð hefur borist í gæsa-, lax-, og silungsveiði á Stóra Ármóti. Guðbjörgu og Sveini var falið að ljúka málinu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Sveinn Sigurmundsson ritaði fundargerð


back to top