2. fundur 2008 – haldinn 3. apríl

Þann 3. apríl 2008 var haldinn stjórnarfundur Bssl. á skrifstofu sambandsins.
Þessir voru mættir: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Ragnar Lárusson Guðmundur Stefánsson, Guðni Einarsson og Þórey Bjarnadóttir . Einnig sat fundinn Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

  1. Drög að ársreikningi. Undir þessum lið sátu fundinn Arnór Eggertsson lögg. endurskoðandi, Ólafur Þór Þórarinsson bókhaldari og Ólafur Kristjánsson skoðunarmaður.
    Arnór kynnti drögin og fór yfir afkomu einstakra deilda, dótturfélags og samstæðunnar allrar. Nokkrar umræður urðu um reikningana og afkomu og starfsemi einstakra deilda. Stjórnin staðfesti reikninginn fyrir sitt leiti með undirritun.
  2. Aðalfundurinn. Sveinn fór yfir dagskrá aðalfundar, sem verður í Aratungu þ. 18.apríl nk.
  3. Afmælisritið. Sveinn skýrði frá stöðunni í ritun afmælisritsins. Ákveðið var að kynningarverð og verð til félagsmanna verði 2000 kr. en annars verði fullt verð 5000 kr.
  4. Landbúnaðarsýningin. Jóhannes Símonarson skýrði frá undirbúningi sýningarinnar. Samningur hefur verið gerður um afnotin af sýningarsvæðinu og reiðhöllinni og ákveðin hafa verið leigugjöld fyrir sölusýningaraðstöðu. Þá hefur verið rætt við yfirvöld um aðbúnaðarkröfur og hugað að kynningum og auglýsingum á sýningunni. Komið hefur verið upp heimasíðu um sýninguna, slóðin er: landbunadarsyning.is
  5. Nefndarálit um starfsemi Búnaðarsambandsins. Á fundinn kom Sigurður Loftsson formaður nefndarinar og skýrði frá starfi hennar og þeim niðurstöðum sem hún hyggst leggja fyrir aðalfund. Starf nefndarinnar er að fjalla um tengsl þjónustu við gjaldstofna. Nokkrar umræður urðu um tillögun, bæði skilgreiningu á tekuliðum og starfsþáttum
  6. Afmælisráðstefna. Þorfinnur kynnti hugmynd um að halda ráðstefnu verndun ræktunarlands í haust í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambandsins. Ákvörðun verður tekin í haust.
  7. Umsókn frá starfsmanni um launað námsleyfi. Samþykkt að verða við umsókninni.
  8. Önnur mál. Þórey sagði frá starfseminni í A-Skaftafellssýslu.

Fleira ekki fyrir tekið:

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Guðmundur Stefánsson, fundarritari


back to top