1. fundur – haldinn 26. janúar

Stjórnarfundur BSSL 1/2016

Á fundinn sem haldinn var í Gunnarsholti kl 10:00 mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson formaður, Jón Jónsson, Helgi Eggertsson í forföllum Baldurs Indriða Sveinssonar og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.
1. Formannafundur BSSl verður á eftir og var ákveðið að Ragnar Lárusson myndi stýra fundi og Helga Sigurðardóttir rita fundargerð
2. Nú á Búnaðarsambandið að sjá um kostnað vegna búnaðaþingsfulltrúa sinna annan en ferðakostnað. Sveinn greindi frá hvað BÍ hefði greitt á síðasta Búnaðarþingi. Ákveðið var að greiða fulltrúum dagpeninga sem í dag er 33.100,- í 3,5 daga auk uppihalds. (Töluðum við kannske um 4 daga en í punktunum mínum stendur 3,5. Við Ragnar munum þetta ekki alveg)
3. Baldur Sveinsson óskaði eftir afstöðu stjórnar til þess að hann tæki að sér verkefnavinnu vegna undirbúnings holdanautastöðvar án auglýsingar. Stjórnin var því samþykk en fannst jafnframt eðlilegt að varamaður tæki sæti hans í stjórninni meðan hann væri starfsmaður Búnaðarsambandsins.

Formaður sleit þá fundi.
Sveinn Sigurmundsson


back to top