1. fundur 2012 – haldinn 9. febrúar

Stjórnarfundur BSSL 1/2012

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson og Gunnar Kr. Eiríksson. Þá sat Sveinn Sigumundsson fundinn.

1. Sveinn greindi frá stöðu fyrirtækjanna en afkoma síðasta árs var góð í þeim flestum nema Kynbótastöðinni. Verulegur hagnaður á Stóra Ármóti og Búnaðarsambandinu. Endurskoðun reikninga er að hefjast og endanlegar tölur liggja fljótlega fyrir.

2. Starfsmannahald. Þórey Bjarnadóttir og Pétur Halldórsson komin úr fæðingarorlofi. Þórey verður í hálfu starfi. Hrafnhildur Baldursdóttir er í fullu starfi við leiðbeiningar í Nor For fóðurmatskerfinu. Sigríður Ólafsdóttir er tímabundið í verkefnum í sauðfjárrækt og áburðaráætlanagerð

3. Guðmundur Jóhannesson nautgriparæktarráðunautur fór yfir nautgriparæktarstarfið sem framundan er. Hann greindi líka frá nýlegri ferð sinni og Baldurs Helga framkvæmdastjóra LK til Noregs en þeir kynntu sér m.a. mjólkur- og nautakjötsframleiðslu. Norðmenn hafa verið að þróa lengingu á líftíma nautasæðis (SpermVital) og eru að byrja að markaðssetja það.

4. Ákveðið var að næsti aðalfundur verði miðvikudaginn 18.apríl og þá á Heimalandi sé sá staður tiltækur.

5. Ákveðið var að kosning til búnaðarþings fari fram á aðalfundi. Bændur eiga þá kost á að óska eftir almennri kosningu eigi síðar 6 vikum fyrir aðalfund

6. Guðbjörg fór yfir helstu málefni væntanlegs búnaðarþings en þar verður m.a. til umfjöllunar málefni ráðgjafaþjónustu í landinu.

7. Hugmynd er uppi með að setja lyftu utan á stigaganginn á vesturgafli. Stjórnin er samþykk því að bæta aðgengi fatlaðra en kanna fyrst hvort möguleiki sé á að samnýta lyftu þá sem þegar er í húsinu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Sveinn Sigurmundsson


back to top