1. fundur 2005

Stjórnarfundur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands haldinn 6. janúar 2005 að Hunkubökkum í Skaftárhreppi og hófst kl. 10.30. Mættir voru allir stjórnarmenn ásamt framkvæmdastjóra. Síðar á fundinum var farið í Kirkjubæjarstofu, starfsemin sem þar fer fram kynnt, ásamt því að undirrita samstarfsamning við Búnaðarsamband Austur-Skaftafellsýslu.


  1. Sauðfjársæðingarnar. Sveinn skýrði frá þátttöku í sauðfjársæðingunum í desember. Frysting fór fram í nóvember. Þátttakan er meiri fyrri hluta sæðingatímabilsins en áður. Sveinn fór yfir tilhögun sæðinganna, verðlagningu og fyrirkomulag innheimtunnar. Útflutningur á frystu sæði var svipaður og í fyrra.

  2. Búrekstraráætlanir. Kynnt var ákvörðun stjórnar BÍ um framlög til búrekstraráætlana. Þar kemur fram að ekki fást framlög út á hvern bónda nema í fimm ár í hans búskapartíð. Þar af leiðir að framlög út á allmargar rekstrargreiningar gætu fallið út fyrr en skriflegir samningar við bændur segja til um. Efasemdir komu fram um þessi ákvörðun geti staðist, sem stjórnvaldsaðgerð, þar sem hún er íþyngjandi og afturvirk og ákveðið leita eftir upplýsingum um það.

  3. ORF-líftækni. Boð um að nýta forkaupsrétt að auknu hlutafé í fyrirtækinu. Ákveðið að hafna boðinu.

  4. Stórbaggar í stæðunni. Ósk um stuðning við námskeið fyrir konur í landbúnaði. Ákveðið að greiða 30 þús.kr. samtals, enda komi grein frá þeim í fréttabréfið um málefnið.

  5. Samstarfssamningur við BASK. Undir þessum dagskrárlið sat fundinn stjórn Búnaðarsambands Austur-Skaftafellsýslu, þeir Bjarni Hákonarson, Steinþór Torfason og Guðjón Þorsteinsson. Sveinn kynnti uppkast að samstarfssamningi milli búnaðarsambandanna, en í honum felst að BSSL tekur að sér leiðbeiningar í A-Skaft. gegn 90% af búnaðargjaldi og öllum framlögum frá BÍ til leiðbeininga og búfjárræktar. BASK mun áfram halda uppi sínu félagsstarfi og fá 10% af búnaðargjaldi og innheimta sín árgjöld. Samningurinn var síðan undirritaður að loknum fundi í Kirkjubæjarstofu.

  6. Önnur mál. Rædd málefni Stóra-Ármóts og ákveðið að stefna að fundi stjórnar með rektor LBH um framhald þess samstarfs sem hefur verið milli stofnananna.


back to top