1. fundur 2000

Stjórnarfundur BSSL 1/2000
Þann 26. janúar 2000 var haldinn stjórnarfundur í Búnaðarsambandi Suðurlands í húsi þess. Allir stjórnarmenn mættir ásamt framkvæmdastjóra, Grétari Hrafni Harðarsyni tilraunastjóra og Katrínu Andrésdóttur héraðsdýralækni.

  • Fyrst var rætt um þá salmonellu- sýkingu sem nú er á Suðurlandi. Katrín fór yfir málið og Grétar einnig. Umræður urðu um málið. Lögð var áhersla á urðun hræa og öðrum úrgangi til þess að halda niðri vargfugli sem er mesti smitberi salmonellusmitsins.
    Stjórn Búnaðarsambandsins telur brýnt að salmonellu málið sé tekið föstum tökum af þar til bærum aðilum og framkvæmdastjóra falið að fylgja þessu eftir.
  • Rætt var um fyrirkomulag Búnaðarþingskosningar.
    1. Ákveðið að kosið verði almennri kosningu.
    2. Ákveðið að stefna að póstkosningu ef ekki koma fram annmarkar á því.
    3. Komi ekki fram listaframboð er Búnaðarsambandið reiðubúið til að standa að kynningu einstaklinga sem gefa kost á sér til setu á Búnaðarþingi.
    4. Skipun kjörstjórnar frestað til næsta fundar. Stjórnin annast nauðsynlegan undirbúning þangað til.

     

  • Bréf frá Sambandi Garðyrkjubænda þar sem óskað er upplýsinga um ráðstöfun tekna af búnaðargjaldstofni garðyrkjunnar. Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu.
  • Ákveðnar voru greiðslur undirfyrirtækja Bs.Sl. fyrir bókhald og stjórnun með hliðsjón af vinnuframlagi fyrir þá þætti. Heildarvinna við bókhald og stjórnun er rúmlega ársverk.
  • Stefnt að því að hafa aðalfund 19. apríl á miðvikudaginn fyrir skírdag. Rætt um ársrit og talin þörf á að endurskoða efni þess og stærð.
  • Önnur mál. Valur kom á framfæri ósk úr V- Skaftafellssýslu um að þar verði komið á eins dags námskeiði í sauðfjárrækt. Þar yrði ekki síst farið yfir hagfræðihliðina.

Fleira ekki gert- fundi slitið
Guðmundur Stefánsson


back to top